Ljósberinn


Ljósberinn - 17.06.1933, Page 1

Ljósberinn - 17.06.1933, Page 1
--------------- •■■■ Jfvsua attgöi.- .Lr/rt/f.tc ifjvtuturn a% /totna tíl mrn og lrámjið þeírn þ(i%? ■ • r;->,,., ■ -• H XIII. árg. Reykjavík, 17. júní 1933. 21. tbl. Hannes Finnsson. (1739 1796) Hann var sonur Finns biskups jóns- sonar og er fæddur í Reykholti. Hann fór í Skálholtsskóla (1753) og sigldi að loknu námi þar til Hafnar og tók em- bættispróf í guðfræði 1758. Eftir það tók hann að leggja stund á íslenzka fornfræði og fékk lof fyrir ritgerðir sínar í þeim fræðigreinum, bæði innan lands og utan. Hann var einkar þjóðrækinn og beitti hylii sinni hjá konungi og stjórn til að efla hag landa sinna. Pað var hann, sem setti smiðshögg- ið á kirkjusögu föður síns, á Hafnar- árum isínum. Þegar hann kemur út, lætur hann sér annast um það tvent, að safna til sögu landsins, og fræða alþýðu um sérhvaó það, sem heyrði til almennrar mentun- ar. Gott dæmi hins síðarnefnda eru »Kvöldvökur« hans, sem eru öllum a’i- þýðubókum fremri, langt fram á 19. öld. Hann stofnaði fyrstur manna bóka- safn handa almenningi eða lestrarfélag, og stóð fyrir því. Hannes biskup dó í -fullu fjöri, 4. ág. 1796; hann andaðist frá embættisverki. Það þótti þá mörgum íslenzkum embætt- liannes Finnsson. ismönnum fegurstur dauðdagi. Dauðinn einn gat leyst þá frá trúnaðarskyldunni við Guð og föðurlandið. Hann var síðasti biskup í Skálholti. Biskupsstóllinn hafði þá staðið þar frá því, er fsleifur biskup stofnaði hann 1056. Rættist þá spá Sveins biskups Pét- urssonar hins spaka í Skálholti (1466 —1476): »Eins og Skálholt hefir dýrðlega Raf- ist og náð vexti og viðgangi, svo mun það á sínum tíma sökkva í vesaldóm.«

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.