Ljósberinn


Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 3
159 / L JOSBERIN N trúir mér ekki, þá er bezt að þú talir við stúlkuna, sem var inni hjá Rúnu litlu í alt kvöld. — Soffía — Soffía!<' hrópaði frúin. »Komið þér hérna!« Að vörmu spori kom Soffía fram í fordyrið. Henni brá all-mjög í brún, er hún sá hver kominn var; hún kannaðist við drenginn og vissi, að hann var bróðir Dísu. »Drengurinn sá arna stendur á því fastara en fótunum, að systir hans hafi komið til Rúnu í kvöld,« sagði frúin og sneri scr að Soffíu. »Ég held helzt, að hann ímyndi sér, að hún sé hér enn!« Soffíu varð svarafátt í fyrstu, og hún leit undan rannsóknaraugum húsmóður sinnar. »Hvað er þetta?« sagði hún. »Pví seg- ir drengurinn þetta?« »Af því ég veit, að hún fór hingað,« svaraði drengurinn ákveðinn, og var nú miklu upplitsdjarfari andspænis Soffíu, heldur en hann hafði verið frammi fyr- ir frúnni. »Hún fór hingað með ber handa Rúnu,« hélt hann áfram. »Ég sá, þegar hún lét berin í kaffidósina henn- ar mömmu. Við vorum búin að lofa henni Rúnu að gefa henni ber, og viö fundum svo mikil ber í dag. Dísa vildi endilega færa Rúnu þau straks í kvölá. Hún er búin að vera svo voða lengi í burtu. Mamma er orðin svo afskaplega hrædd um hana. Ég vil helzt ekki fara heim, fyr en ég er búinn að finna hana.« »Eins og það sé nokkur hætta á því að telpan sé týnd!« sagði Soffía hug- hreystandi. »Pað kemur ekki til mála, að hún hafi farið sér að voða, hún sem er svo stálpuð og dugleg stúlka!« »Mamma heldur, að hún hafi kannske dottið fram af bryggjunni,« sagði dreng- urinn raunamæddur og andvarpaði þungan. »Hvaða vitleysa!« sagði Soffía. Drengurinn horfði framan í hana djörfum, drengilegum augum. »Vitleysa!« endurtók hann. »Því seg- ir þú það nú, en þú veizt heldur ekki, hverju hún Dísa kann að finna upp á! En hún fór hingað. Ég horfði á það sjálfur, þegar hún stökk hérna heim aö húsinu.« »Það er bezt ég fari fram og spyrji stúlkuna í eldhúsinu,« sagði Soffía og var óvenjulega fljótmælt. »Telpan hef- ir kannske fundið hana, þó ég viti ekki til þess.« Soffía kom að vörmu spori aftur. »Hún segir, að það hafi komið telpa í kvöld, sem spurði eftir Rúnu litlu, en Rúna var þá farin að sofa og —« »0g telpan hefir þá auðvitað farið straks aftur,« greip frúin fram í fyrir Soffíu, áður en hún lauk við setning- una. »Þarna heyrirðu, drengur. Nú er hún sjálfsagt komin heim. Vertu sæll, lags- maðijr, og láttu hana mömmu þína vita það, að ég telji það miklu betra fyrir börnin að fara snemma að hátta á kvöldin, heldur en að vera á svona flakki fram á nætur!« Drengurinn sneri frá dyrunum. Frú Steinvör gekk til herbergja sinna, er. Soffía stóð fyrir innan fordyrahurðina og horfði á eftir drengnum, þangað til hann var kominn í hvarf. Hann gekk hægt, eins og fullorðinn maður, og leit öðru hvoru um öxl og virti fyrir sér gluggaraðirnar á sýslu- mannssetrinu, eins og hann ætti von á því, að freknótta andlitinu hennar Dísu brigði þá og þegar fyrir í einhverjum glugganum. Soffía var áhyggjufull á svipinn, þeg- ar hún sneri frá dyrunum. »Hvernig í ósköpunum stendur á þessu?« hugsaði hún með sér. »Hvert ætli telpuanginn hafi farið, þegar hún fór héðan? En sú blessuð hepni, að frúna skyldi ekki gruna neitt!« Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.