Ljósberinn


Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 161 urinn og kökurnar var alt í einum graut á gólfinu og veslings hirðin ásamt kóngi og drotningu æddi fram og aft- ur og vissi þar enginn sitt rjúkandi ráo. En mitt í öllum þessum ósköpum bar þar að litla álf. Hann setti hend- urnar í báða buxnavasana og skellihlö, svo undir tók í höllinni. — »Jæja, það er gott,« sagði hann, »að nú hafið þið í öðru að snúast en að gera gys að mér.« »0, kæri, litli álfur,« mælti drottning- in. »Ef þú kemur nú öllu í samt lag aftur, þá skulum við aldrei gera gys að þér oftar.« »Pað get ég ekki,« mælti álfur litli, »en ef þið finnið einhvern hlut, sem ekki stendur á höfði og snertið við kór- ónu kóngs með honum, þá lagast alt aftur.« Að svo mæltu hvarf litli álfur, en kóngur, drotning og öll hirðin fór að leita að einhverjum hlut, sem ekki stæði á höfði. Kongur og drottning áttu litla, indæla dóttur, sem hét Lísa. Hún var að leika sér úti í garðinum og vissi ekkert hvað fram fór, fyr en hún kom inn ög ætl- aði að fara að fá sér að borða. »Þetta er ekki mikið til að æðrast út af,« mælti hún. »Við skulum koma fram í eldhúsið, þar stendur stundaglasið, sem matsveinninn hefir þegar hann er að sjóða eggin.« Svo þustu allir fram í eldhús. Og þar stóð stundaglasið, alveg eins og það átti að sér. Svo snerti kóngsdóttir meö því við kórónu föður síns, og' heyrð- ist þá hvellur mikill — og alt var kom- ið í samt lag. Kóngsdóttirin hafði fund- ið hlut, sem ekki stóð á höfði. Kóngur, drotning og öll hirðin réð sér ekki fyrir gleði og allir þökkuðu Lísu kóngsdóttur fyrir það, að hún hafði frelsað þau frá töfrum álfsins litla. Ánamaðkurinn. »Ánamaðkur — það er nú auma skepnan - - ekki er hann til annars nýt- ur, en að setjast á fisköngulinn,« sagði Eiríkur litli, um leið og hann dró stór- an og feitan ánamaðk upp úr jöro- unni og' lét hann hringa sig- utan um spýtupinna. »Hlustaðu nú eftir, Eiki minn,« mælti pabbi hans. »Þú hefir veitt því eftir- tekt, hve mikið erfiði það kostar, að plægja og herfa jörðina. Alt þetta er gert til þess, að loftið fái streymt um efstu jarðlög'in. — Án þess mundi ekk- ert vaxa upp úr henni, — þar sem nú eru grænir akrar, mundu þá vera fúa- mýrar.« »Já, en pabbi, það vex þó gras í brekkunum og' á árbökkunum og ekk.i er þar plægt né herfað.« »Þetta er rétt athugað hjá þér, Eiki minn. En taktu nú eftir. Nú ætla ég að skýra það fyrir þér, hvers veg'na grasið getur vaxið, þó að ekki sé plægt eða herfað. Iiver heldurðu það sé, sem vinnur þar starf plægingamannsins?« Nei, það vissi Eiríkur ekki. »Það verk vinnur einmitt ósélegi ána- maðkurinn, sem vefur sig utan um spýtuna þína og milliónir af hans lík- um. Hann étur moldina í efsta jarðlag- inu, smýgur svo niður í neðri jarðlögin, og alstaðar kemur hola eftir hann, sem loftið getur svo streymt um. Svo fam hann sér nýja mold í neðra jarðlaginu og flytur hana upp í efra jarðlagið, og svona heldur hann áfram látlaust, dag og nótt, þessu nytjastarfi, og þegar þú gengur um grænar grundir og hvílir þig' í blágresisbrekkunum, þá mundu eftir starfi maðkanna í moldinni, og líttu ekki smáum augum á það.« »Eg skal víst muna þetta, pabbi minn,« sagði Eiríkur litli og lagði maðk- inn varlega niður á jörðina.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.