Ljósberinn


Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 163 legar og störðu upp í loftið, eins og þeim stæði alveg á sama, hvort þær væru í nokkurri spjör eða ekki. Jæja, þær höfðu nú enga ástæðu til að vera ó- þreyjufullar, því allur þvotturinn af þeim lá hreinn og strokinn inni á borð- inu í leikhúsinu. Þær Matta og Maja höfðu ekki haft svo lítið fyrir því að koma þeim þvotti í gott lag. þessvegna lá Möttu svo mikið á að koma grautnum frá, því að hún átti að flýta sér út í leikhús til að breiða hreinar línvoðir á brúðurúmið og vögguna, en Maja átti að klæða brúðurnar. Svona nú! Maja strauk þvottatusk- unni í síðasta sinn yfir dyraþrepið og var þá heldur en ekki glöð í bragði; en þá varð henni svo mikið um, að hún rak fótinn óvart í þvottafötuna og velti því, sem í henni var yfir eina brúðuna, sem Júlla hélt og næst henni var. Hún leit forviða og gröm í geði aftur fyrir sig. »Heyrðu Pétur! Ertu alt af að stríða mér! Mundu eftir því, að nú er laug- ardagurinn fyrir hvítasunnu. En svo hýrnaði alt í einu yfir henni. »Ö, þakka þér fyrir, að þu hefir ver ið úti í skógi að rífa einiberjavið!« »Já, þú varst einmitt að segja mér að gera það,« sagði Pétur svo aumkvun- arlegur í rómnum og lét á sér finna, að hann væri alt af látinn þræla. »Já, það er satt, en ég bað þig ekki um að kitla mig í iljarnar með hrís- inu. Sjáðu, hvernig veslings brúðan lít- ur út. Það var þó gott, að ekki var bú- ið að klæða hana í tárhrein föt. Maður þyrfti að hafa augun í hnakkanum, þeg- ar þú ert einhversstaðar nálægur.« »Hver bað þig að liggja þarna og snúa skrítilegu rauðu iljunum á móti mér!« »Ég gat nú ekki annað. Þú hefðir nú heldur viljað, að ég hefði trampað á stígvélunum fram og aftur á nýræst- uðu gólfinu. Nei, þakka þér nú fyrir það. En heyrðu! Sæktu nú volgt váth í bala, ég ætla iíka að gera forstofuna hreina, áður en ég dreifi einiviðarkvist- unum á gólfið. Pétur hóf sig upp og tók að þylja upp úr sér með einsrengingslegum rómi: »Já. fyrst á ég að sækja vatn og svo á ég að sækja mat handa »Fótalausum,« og sá sandi undir »Vesaling,« og ná Ein- búa« og setja hann inn yfir nóttina, hlauptu eftir mjólk handa »Villuráfu«, leggja hálm undir »Augnayndi«, svo að hún geti sem fljótast gengið til náða, áður en augun velta út úr henni.« »Svei! ;Pétur, það er ekkert að aug- unum í henni, sem þú kallar »Augna- yndi«, það er ég margbúin að segja þér. Þau eru ef til vill helzt til stór, eins og þú veizt, en þú ert altaf svo keskinn við hana og það eru allir. Eins og hún geti gert við því, veslings skepn- an, að hún hefir svona augu. En þú skalt ekki fá að leggja eitt einasta hálm- strá undir hana!« Maja varð sótrauð í framan af þykkju; hún slengdi balanum til hlið- ar og fór að fara í stígvélin á bera fæt- urna á sér, og var altaf að úthúða Pétri; en Pétur stóð og dró treyjuna sína upp yfir eyru sér, alveg eins og' komið væri dynjandi haglskúr. »Þú veizt það vel, að hún heitir 'ekki. »Augnayndi«, heldur »Stjarna«; þú seg- ir þetta bara til að stríða mér.« . »Getur »Stjarna« kannske ekki líka verið »Augnayndi«? »Já, en þú kallar hana það bara til þess að gera gaman að augunum í henni. Og svo kallar þú hana »Mjallhvít« litlu »Villuráfu«, en hún heitir nú einmitt »Mjallhvít«, af því að hún er hvít eins og mjöll. Skilurðu það ekki?« »Já, en nafnið sem ég gaf henni, hefi ég fundið í gamalli nótnabók og hefði sú veslings kind kannske ekki vilst, þegar ég fann hna og bjargaði henni?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.