Ljósberinn


Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 8
164 L JOSBERlNN En Maja var öll á burtu áður en hann slepti orðinu. Hún hljóp í hend- ingskasti inn í fjós og inn básinn tii »Stjörnu«, og hún var einmitt hræði- lega úteyg. Pessi augu og sú eftirtekt, sem þau höfðu vakið, svo að skepnan var höfð að hlátri, var einmitt orsökin til þess, að Maja var svo sorgbitin; hún var sem sé hrædd um, að veslings kýr- in tæki það svo ákaflega nærri sér, að gert væri svona mikið gaman að út- liti hennar. Maja lagði hendurnar um hálsinn á henni og þrýsti mjúkum vang- anum að augum hennar; þótti Stjörnu þau atlot góð og rak upp lágt og þakk- látlegt baul og sleikti handlegginn á Maju með með hrufóttu tungunni sinni. »Veslings kæra Stjarna mín. Láttu þetta ekki á þig fá, þú ert nú samt indælasta skepna!« Og svo hljóp hún eftir hálmi og breiddi þykt lag undir Stjörnu sína. »Ertnisgoggurinn hann Pétur skal ekki fá að hjálpa þér!« Hver sem sá hana Maju, alla ljóm- andi af gleði, og heyrði létta hláturinn í henni, gat ekki trúað því, að hún gæti orðið önug í skapi; en hefði hann þekt Pétur, þá var honum hægra að hugsa sér, að það gæti átt sér stað. Hann var sá ertnasti galgopi undir sólinni, að því er Maja sagði; en samt gat hún ekki án þess verið, að hafa hann að leik- bróður og ekki sízt sér til hjálpar. Hann var tveimur árum eldri, ötull og sterk- ur og liðugur eins og köttur. Hann klifraði og skreið og smaug, og hoppaði og dragnaðist áfram, alt eftir því sem Maja sagði fyrir; en hún hafði altaf einhverja skepnu annaðhvort veika eða illa útleikna, sem hjálpa þurfti eða bjarga. Hún gat engan dag verið án Péturs, þó að hún fullyrti aftur og aft- ur, að hann væri öllum strákum leiðin- legri og gagnólíkur Jóhannesi eldra bróður sínum. Jóhannes var elztur systkina sinna og var nærri því eins og húsfaðir á heimilinu, þó hann væri ekki nema fjórtán vetra. Móðir hans var prestsekkja; en prest- urinn dó á ungum aldri og lét eftir sig ekkju og fjögur smábörn, sem ekkert höfðu til framfærslu. Hann hafði ver- ið góður prestur og ástúðlegur, og öll höfðu þau unnað honum hugástum. Hann var guðhræddur og ráðvandur og iifði og dó í trúnni á Guð og biblíuna sína. öll börnin hans hétu eftir mönn- um og konum í biblíunni og hann var ekki í minsta vafa um, að þau mundu í lifanda lífi líkjast þeim, sem þau hétu eftir. 1 þeirri trú dó hann í fullum friði og ánægju, og var sannfærður um. að móðir barnanna, hin unga og elsk- aða kona hans, mundi leiða þau á réttu leiðina til hinna björtu bústaða, þang- að sem hann væri á undan farinn. Veslings móðirin! Hún hafði svo margt við að stríða. Hún bjó ein fyrir sig með litlu börnunum sínum í Rósa- garðinum, sem hún svo kallaði, og hún hafði erft eftir manninn sinn. Þessum bólstað hennar fylgdi ofurlítill túnblett- ur og af honum fékk hún fóður handa fáeinum kúm, og svo fylgdi dálítill jarð- eplareitur og ofurlítill aldingarður. Meðan börnin voru í ómegð hafði hún vinnustúlku og vikadreng sér til hjálp- ar í húsinu og við garðræktina, en hún átti mjög erfitt með að gjalda þeim kaup. Þau Jóhannes og Matta skildu snemma áhyggjur móður sinnar. Þau heyrðu, að hún var að gráta um næt- ur í rúmi sínu, þegar hún hélt að þau svæfu; en Jóhannes velti því mjög fyrir sér, hvernig hann gæti bezt hjálpað móður sinni. Frh. Gjalddaginn er kominn. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.