Ljósberinn


Ljósberinn - 24.06.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 24.06.1933, Blaðsíða 6
170 LJÖSBERINN hvíla við brjóst mæðra sinna og — Dísa er á leiðinni heim! Hún hleypur við fót, oft lítur hún við, því ekki er öllum ótta útrýmt enn- þá — enn getur hugsast, að einhver sjái til hennar. En hugurinn styrkist, því nær sem dregur heimahúsum, og vonum bráðar stendur Dísa á hlaðinu heima hjá sér. Aldrei hafði henni þótt litli bærinn jafn fallegur og hlýlegur, eins og nú. Hann var bókstaflega eins og elsku- legur vinur með útbreiddan faðminn! Hana langaði til að fela sig í faðmin- um, kyssa ómálaða þilið, kyssa fífl- ana, sem gægðust út um glufurnar á torfveggnum! 1 gegnum glitrandi tár horfði Dísa á húsið hennar mömmu sinnar, og aldrei fann hún það betur en þá, hve auðug hún var og sæl, að eiga heimili og eiga mömmu. — —- — Hún hafði ásett sér, að ganga ósköp hægt inn í húsið, vekja engan, afklæða sig frammi í litla eldhúsinu, læðast svo inn í stofuna og komast upp í rúmið til mömmu sinnar, án þess aó vekja hana. En þegar Dísa lauk upp stofuhurð- inni, leit inn fyrir og sá, að mamma var ekki háttuð ennþá, heldur sat á rúm- stokknum fyrir framan hann Jóa, og hélt utan um hendina á honum, þá vissi hún, að þau vöktu bæði hennar vegna, voru að hugsa um hana og tala um hana, þegar allir aðrir sváfu og hvíldu sig, og þá fór ásetningur Dísu alveg út um þúfur, hún hentist inn gólfið, beint í fangið á mömmu sinni. »Eg átti engum að segja það,« sagði hún kjökrandi, þegar hún var búin að segja mömmu sinni nákvæmlega alla ferðasöguna í sýslumannshúsið. »En ég verð að segja þér það mamma!« Pað var glöð og þakklát lítil stúlka, sem rétt á eftir lagðist til hvíldar fyrir ofan mömmu sína. Hún hjúfraði sig upp að henni og hvíslaði í eyra henni rétt áður en svefn- inn tók hana í arma sér: »0, hvað hún Rúna litla á bágt, þó hún eigi falleg gull, og sé í fallegu húsi, — af því að hún á enga mömmu!« y. Bréfin hennar Didclu. Þau lágu á náttborði frúarinnar, — ofurlítil hrúga af velktum pappír, sem bar það greinilega með sér, hve oft hafði verið farið höndum um hana. Það var eftirtektarverður mismunur á gömlu bréfunum og ríkmannlega um- hverfinu í svefnstofunni hennar frú Steinvarar. Þau mintu ósjálfrátt á svip olbogabarnsins, sem slæðist óviljandi inn á sólskinsbraut óskabarnsins. Þau lágu þarna svo ósjálfbjarga og ósjáleg, innan um ýmiskonar fáséða skrautgripi. Bjarminn undan rauðri silki-lampahett- unni á silfurlampanum, féll á þau,. vafði um þau mjúkri ljósöldu, líkt og hann vildi taka mjúkt á leifum látinna æsku- vina! Frú Steinvör var háttuð. Hún var í mislitum silkináttfötum eftir allra nýj- ustu Parísar-tízku og hallaðist upp að knipplingalögðum dúnsvæfli. Hún hafði reynt til að verjast björtu nóttunni með því að breiða bykka á- breiðu fyrir gluggann, og kveikt ljós á skrautlega silfurlampanum á nátt- borðinu við hliðina á rekkju sinni. Stundarkorn lá hún kyr, eftir svipn- um að dæma mátti vel ætla að hún væri að velta fyrir sér hvimleiðu um- hugsunarefni. Svo rétti hún hendina eft- ir bréfunum. Hún tók gætilega á þeim, eins og hún teldi varasamt að koma mikið við þau og vafði um þau hreinni pappírsörk áður en hún fór að lesa þau. Hún var reyndar búin að lesa þau öll Frh. á bls. 172.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.