Ljósberinn


Ljósberinn - 01.07.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.07.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERIN N 175 aftur og fram í búrinu Sínu, eins og hann væri að leita að einhverri smugu til að komast út um. Hann var svo þunglyndislegur á svipmn og rauna- legur, að mér rann hreint til ryfja. Ljónið var lika eittlivað angurvœrt, sýndist mér; pvi bregður heldur en ekki við frjálsrœðið úr frumskógun- um, þar sem það rœður ríkjum sem konungur dýranna. En þið hefðuð átt að heyra öskrið, sem það rak upp, þeð- ar því var borinn maturinn, stærðar ketstyhki, vitanlega blóðhrátt. Og sá aðgangur þegar það tók til matar síns! En þá var ég fegin að Ijónið var fangi. Lit.lu fuglarnir voru svo fallegir að cg á engin orð til að lýsa þeim. Ég vildi að þið hefðuð séð þá. Sumir voru alveg eins og fljúgandi blóm, svo skrautlegir voru þeir og fallega litir, og svo pinulitlir að mér var sagt að stúlkurnar á Suðurhafseyjunum hengdu þesskonar fugla, í eyrun á sér og hefðu þá fyrir lokka, en þá eru þeir líka dauðir, aumingjarnir litlu. Mér finst synd, að deyða jafn indæl- ar skepnur. Og liugsið Jjið ykkur! Ég sá íslenzk- an hest í dýragarðinum. Sá var nú ekki stórvaxinn við hliðina á stóru dönsku hestunum! Og þó eru þeir nú ekki mikið á við hestana í Leit.h! Mér v'arð í meira lagi starsýnt á þá. Hóf- arnir á þeim eru á. stœrð við vœna matardiska! Og góngidagið var svo þunglamalegt, að ég hélt, að þeir mundu þá og þegar stíga jörðina i sundur. Aumingja litli hesturinn horfði á mig með greindariegu augunum sín- um. Skyldi hann liafa séð það á mér. að ég er íslenzh eins og hann? Ætli hann hafi munað nokkuð eftir grænu högunum heima, þar sem liann lék sér í frelsi íslenzku fjallanna? Ég vor- kendi honurn., og leit ósjálfrátt eftir því, livort ég gæti ekki reitt handa. honum grastuggu, eins og við Inga frænka vorum vanar að gjöra, þegar sveitamennirnir voru staddir í kaup- staðnum með hesta sina. En ég átt- aði mig fljótt á því, að ég var stödd, í kóngsins Kaupmannahöfn, en ekki heima á tslandi. Elsku pabbi og mamma, nú ætla ég að hætta þessu pári. Eg á svo bágt með að safna hugsunum minum sam- an, þvi að hér er sífeldur hávaði úti á götunni, og endaiaus umferð, sem truflar mig svona fyrst í stað, og svo hátt, að ég þoli ekki við. ÉJg bið ykkur að forláta bréfið. Næst, vojiast, ég eftir að geta skrifað skipulegra bréf. Ég skal aitaf muna það, sem þið hafið kent, mér, og áminningarnar ykkar vil ég ávalt bera í huganum, og fara eftir þeim, ég bið Guð að vera með ykkur og lofa okkur öllum að sjást aftur áður en langt um líður. Ykkar elskandi dóttir, Didda.« Frú Steinvör braut bréfið aftur í sömu brotin, og lagði það á sinn stað í bögglinum, því næst tók hún annað bréf og las það: ».. júlí 19.. Elsku foreldrar! Ástar beztii þaklar fyrir bréfið ykkar. lJg get, ekki sagt. ykkur, hvað ég varð gVóð, þegar húsmóðir mtn færði mér bréf að heiman. Fyrst fékk ég svo mikinn hjart- slátt, að ég titraði nœrri því, svo lá ■ við að ég fœri að gráta. Það vekur svo mikla jriðkvœmni ■— fyrsta bréf- ið að heiman! — Ég þurfti að vera einsömul á meðan ég las það; frúin liefir víst séð það á mér, því hún tók við því sem ég var að gera og sagði Frh. á bls. 177.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.