Ljósberinn


Ljósberinn - 01.07.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.07.1933, Blaðsíða 6
178 LJOSBERINN verkin mín hér í húsinu. Þið brýnd- uð æfinlega fyrir mér það sem goti er og fagurt. Bg hlustaði bara ekki æfinlega nógu vel á ykkur, á meðan ég var heima, en síðan ég fór að heim- an, ó>ma orð ykkar í eyrum minum með tvöföldum krafti, — ég sofna stundum út frá þv'í að hugsa um þetta, og þá oftast með tár í augum. Það er nú svona, að vera barn, fjarri góðum foreldrahúsum! Bg ætla nú ekki að hafa þetta bréf lengra, en skrifa bráðum aftur. Bg bið fjarska vel að lieilsa öllum, sem ég þekki. Skilaðu þakklæti til hennar Ingu fyrir myndina, sem hún sendi mér. Bg œtla að setja hana í ramma og hafa hana á borðinu lijá rúminu minu. Biðjið þjið hana um að þurka fyrir mig fáein blóm, og senda mér þau. Bg ætla að hafa íslenzk blóm innan í uppáhaldsbókunum mínum, sálmabókinni og nýjatestamentinu. Guð veri œfinlega hjá ykkur, — þes-s biður af lijarta ykkar élskandi dóttir — Did,da.« Heimilið í rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. 2. KAP. Goðin hennar Maju. Upp frá þeim degi, nú nærfelt í 2 ár, höfðu móðirin ein með börnum sínum annast litla býlið sitt. Jóhannes var hús- bóndinn, ráðsmaðurinn, »kyndarinn« og kennari yngri systkina sinna. Matta var eldabuskan, mjólkurbústýran, stofu- stúlkan og herbergisþernan, þegar dubba skyldi upp yngri systkinin dá- lítið á sunnudögunum og öðrum helgi- dögum. Pétur gerði ekkert annað en að ærslast eins og allir vissu, en samt köll- uðu þau öll á Pétur, þó honum væri ekki ætlað neitt sérstakt verk að vinna á nokkrum ákveðnum tíma, því að ólatur var hann, í bezta skapi og fullur af fjöri og stökk af stað, stundum á handa- hlaupum, ef hann var beðinn að gera eitthvað verk. Pað var ævintýra og gal- gopabragur á allri framgöngu hans; en alt af gerði hann þó það, sem hann var beðinn að gera, en auðvitað leysti hann það af hendi á þann hátt, að þau héldu, að hann hefði alls ekkert gert — en það var nú einmitt kosturinn við það. Og þá er að segja frá Maju. Hvað var hægt að heimta af henni Maju litlu? Hún var alin upp við dekur mikið og dálæti; hún vildi helzt sitja í kjöltu móður sinnar og heyra Jóhannes segja ævintýr, eða hún vildi fá Möttu til að sauma fínan brúðufatnað á brúðurnar sínar eða fá Pétur til klippa út úr papp- ír kýr og hesta. En þetta var nú auð- vitað meðan hún var kornung, og eng- um kom til hugar að hún gæti gert nokkuð til gagns. En er lengra leið fram, þá var hún orðin garðyrki og skepnu- hirðir. Starfið hennar í peningshúsunum byrjaði með því, að Pétur kom heim með ofurlítið, snjóhvítt lamb, sem hann hafði fundið úti í skógi. Móðir þeirra kom

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.