Ljósberinn


Ljósberinn - 01.07.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.07.1933, Blaðsíða 8
180 LJÖSBERINN »En hvað þú ert vænn, Pétur, að koma með svona mikla mjólk handa litla lambinu mínu!« Að svo mæltu gáði hún ofan í fötuna og þá kvað við ann- an tón: »Svei, Pétur þetta er þá ekki nema sárlítil lögg', varla handa mús, hvað þá meira. Hvernig getur þú feng- ið af þér að gabba mig svona!« »Hefi ég gabbað þig?« sagði hann og glápti upp í loftið, rétt eins og hann væri alveg' foi'viða og sagði með grát- staf í kverkunum. »Hefi ég, veslings, veslings barn, nokkurn tíma sagt ósatt orð um mína daga? Var mjólkin ekki góð? Jæja, ég skal nú aldrei erta þig framar á þessu heilaga hvítasunnu- kvöldi. Við skulum belgfylla okkur af indæla hrísgrjónagrautnum, en Stjarna verður að sætta sig við að vera höfð út undan. Sú kemur tíðin,« sagði hann í prédikunartón, »að hún verður að gera það, og þá er gott, að hún sé búin að læra það. Og þess vegna finst mér líka, að við ættum að pota í grísinn dálític á hverjum degi, þar sem ráðið er, að lógai honum í haust.« Að svo mæltu tók Pétur upp vasa- hnífinn sinn, og lét eins hann væri að prófa, hve beittur hann væri. »Já, reyndu það nú bara,« sagði Maja og ógnaði honum; en rétt í því varð henni litið á hann, og sá þá, að honum var ekki alvara! »Væni Pétur, sæktu væna grastuggu handa honum, til þess að hann skilji að nú sé'hvítasunna.« »Heldurðu kannske, að svín geti skil- ið það!« »Ilann er ekkert svín, Pétur, ég læt þig vita það.« »Nei, það segir þú satt, því hann er af vaðfulgakyninu, eða máske af skrið- dýraættinni.« »Svei, þetta er smágrís, en farðu nú, Pétur!« »Ég vil, nei, ég vil ekki,« kvað við í Pétri. »Sólin er að hníga til viðar og bráðum verður farið að hringja inn hvítasunnuna og ég hefi lofað að hjálpa Andrési.« »Og hann getur svo leikandi gert það einn,« tautaði Ma.ja, settist á mjalta- skemilinn við hliðina á Stjörnu, til þess aö fá sér ofurlítinn mjólkursopa handa veslings litlu Mjöll, sem alt af var að totta tómann pelann. En reyndar var nú búið að mjólka Stjörnu áður á þessu sama kvöldi. Og hún fékk úr Stjörnu nákvæmlega svo mikið sem Mjöll gerði sig ánægða með. Svo fleygði hún slöng- unni, pelanum og tottunni ofan í föt- una og fór svo með hana glamrandi og dinglandi út í garðinn. Jóhannes kom út úr eldiviðarbyrginu og rogaðist með kúffulla eldiviðarkörfu. »En hve þú ert löðrandi af svita, Jó- hannes, komdu til mín, ég skal halda á körfunni á móti þér; ég þarf bara að vita hvernig honum Bragá líður. Aó því búnu kem ég inn og fer að klæða brúðurnar.« »Eg skal líta til Braga í þetta sinn, fyrst þú hjálpar mér með körfuna, og þá geturðu farið að koma brúðunum í lag dálítið fyr.« »Ö, mamma, en hvað þú ert þreytu- leg,« sagði Jóhannes um leið og hann setti niður körfuna og gekk til mömmu sinnar, þar sem hún stóð við strokfjöl- ina. »Mér er bara dálítið heitt,« svaraði mamma hans hlæjandi, og strauk dökka og hrokkna hárið af enninu á honum. »En mér þætti gaman að vita, hvernig þér líður, því altaf ert þú að bisa allan daginn við eitthvað.« Frh. Þú og- liér, Fyrsti Þ.iónn: »Þúist þið, þú og gesturinn, sem var að fara?« Annar þjónn: »Jú, svona húlfvegis, það er að segja: Hann þúar mig en ég þéra hann.« Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.