Ljósberinn


Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 7
\ LJÖSBERINN í þau matinn í einum svip, það segi ég þér satt.« »Pað kæmi þeim víst vel, veslingun- um, en það fær þú nú alls ekki að gera: en nú er bezt að við förum inn til mömmu og fáum að vita vissu okkar.« Að svo mæltu gengu þau öll inn. Frh. --•-OOC:—- EnglaYÖrðurinn. Engtll Drottins setur vörtí í lcringum þá, sem óttast hann, og frelsar þá. — Sálm. 31>, 8. — Van Asselt, þýzkur kristniboði á Súmatra segir eftirfarandi viðburð úr lífi sínu: Kristniboðsfélagið í Rínarlöndunum sendi mig austur til Súmatra árið 1856, til villiþjóðar, sem Batta nefnist; var ég fyrsti kristniboðinn, sem þangað var sendur frá Vesturálfu. Að sönnu höfðu tveir amerískir komið þangað fyrir 20 árum, til að boða þar fagnaðarerindið, en óðara verið drepnir og etnir. Var þá hætt að boða þeim kristni, sem þar voru fyrir, og hver stefndi sína leið, eins og verið hafði um langan aldur. Þeir voru viltir og grimmir. Pað getur enginn vitað, nema sá sem reynir, hvað það er að standa einn og óstuddur innan um alvilta menn, og geta ekki einu sinni gert sig skiljan- legan, þar sem maður skilur ekki eitt orð í tungu þeirra, en sér hins vegar hatrið skína og tortrygnina úr svip þeirra og tala fullskýru máli. — Fyrstu árin var ég þarna aleinn, en að tveim árum liðnum kom konan mín til mín. En hrollur fer ávalt um mig, þegar ég hugsa til þeirra áranna, sem við bjuggum þarna saman meðal Batta- Í87 þjóðarinnar; það voru þungar stundir. Oft fundum við það á okkur, að við vorum ekki aðeins umkringd af fjand- samlegu fólki, heldur líka af fjandsam- legum myrkravöldum, því að stundum kom yfir oss svo óskiljanleg, óumræði- leg angist, að við urðum að fara á fæt- ur um miðjar nætur, til að krjúpa og biðja eða lesa orð Guðs, aðeins til að bjarga oss undan þessari martröð og geta náð andanum aftur. Pegar við vorum búin að búa saman tvö ár á þessum fyrsta samastað okk- ar, þá fluttum við okkur nokkrum míl- um lengra inn í landið, til þjóðflokks, sem var orðinn töluvert siðaður; þar var vingjarnlega við okkur tekið. Þar bygðum við okkur lítið hús með þrem- ur herbergjum og dagstofu; svefnher- bergi og ofurlitlu gestaherbergi. Varð lífið oss nú nokkru léttara og bjartara. Þegar við vorum nú búin að búa á þessum stað fáeina mánuði, þá kom til okkar maður nokkur úr bygðaalaginu, þar sem við vorum áður, og hafði ég kynst honum þar. Ég sat á bekk úti fyrir húsinu mínu og hann settist hjá, og við töluðum um veginn og daginn, þangað til hann víkur sér að mér og segir: »Og nú hefi ég, Tíian (kennari), einn- ar bónar að biðja yður.« »Og hverskonar bón er það?« »Eg hefi svo gaman af að sjá verð- ina yðar á skömmu færi.« »Hvaða verði eigið þér við? Eg hefi enga.« »Eg á við verðina, sem þér setjið kringum húsið yðar á hverri nóttu, yð- ur til verndar.« »En ég hefi enga verði,« sagði ég enn og aftur, »ég hefi ekki nema tvo drengi, annan til að gæta kúnna minna og hinn til matreiðslu; mér yrði lítið lið að því að hafa þá að vörðum mínum.« Maðurinn leit á mig efablandinn mjög,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.