Ljósberinn


Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 8
188 l LJÖSBÉRINN rétt eins og' hann ætlaði að segja: »Þeg- ið þér bara! Ég' veit nú betur!« Síðan sagði hann: »Viljið þér lofa mér að ganga um húsið, til að vita, hvort þér haldið þá ekki þar á laun?« »Já, gerið þér svo vel,« sagði ég hlæj- andi, »leitið þér bara út í hvern krók og kyma. Þér finnið ekki nokkra ein- ustu sál.« — Hann gekk svo inn í húsið og leit- aði í hverju horni, umturnaði jafnvel öllu í rúmunum; en síðan kom hann til mín aftur og höfðu brugðist vonir. En nú kom röðin að mér. Nú fór ég að leita fyrir mér og skoraði á hann að segja mér, hvernig stæði á þessum »varðmönnum«, sem hann væri að taia um. Og það stóð ekki á svarinu hjá hon- um, og hann mælti: »Þegar þér komuð fyrst til okkar, Túan, þá vorum vér yður reiðir mjög; vér vildum alls ekki, að þér tækjuð yður bólfestu hjá oss, því að vér höfðum ekk- ert traust á yðut og héldum að þér hefðuð ilt í hyggju. Þess vegna tókum við okkur saman og fastréðum að drepa yður og konu yöar. Við lögðum svo af stað eina nóttina, til húss yðar, við fór- um meira að segja nótt eftir nótt sömu erinda. En í hvert skifti sem við kom- um, sáum vér tvöfalda varðmannaröð standa í kringum húsið, alla með blik- andi vopnum og hömluðu þeir oss frá að fara inn, því að við þorðum ekki að ráðast á þá. Vér leituðum þá á fund launmorðingja eins eða eins af flugu- mönnum vorum og spurðum hann, hvort hann vildi takast á hendur að drepa yður og konu yðar. Hann hló að bleyði- skap okkar og sagði: »Eg óttast engan Guð og engan djöful. Svo sannarlega sem ég lifi skal ég brjótast gegnum varðmannahringinn.« Síðan komum við' allir saman kvöldið og lögðum af stað og flugumaðurinn fremstur í flokki og lét mikið yfir sér og sveiflaði vopninu yfir höfði sér, þegar við komum í nánd við húsið yðar, þá námum við hinir stað- ar og létum flugumanninn f'ara einn síns liðs. En að lítilli stundu liðinni kem- ur hann aftur á harða spretti til okkar og hrópar: »Nei, einn þori ég ekki að brjótast gegnum varðmannahringinn. Það eru tvær raðir af stórum mönnum og sterk- um, sem standa þarna afar þátt sam- an, öxl við öxl og vopnin þeirra.glóa eins og eldur logandi.« Þá hurfum við frá því ráði að myrða yður. En segið mér nú, Túan, hvar eru varðmennirnir, hafið þér aldrei séð þá?« »Nei, ég hefi aldrei séð þá!« »Og konan yðar ekki heldur!« »Nei, ekki heldur.« »En við höfum þó allir séð þá. Hvern- ig víkur þessu við?« Van Asselt endar svo sögu sína með þessum orðum: »Ég gekk þá inn í hús mitt og sótti biblíuna mína, lauk henni upp, hélt henni fyrir framan hann og mælti: »Sjáið, þessi bók er orð vors mikla Guðs; þar heitir hann oss því, að hann vilji vernda oss og varðveita og þessu orði trúum vér fastlega og' fyllilega; okk- ur er því engin þörf á að sjá verðina. En þér trúið ekki; vegna þess verður hinn mikli Guð að sýna yður verðina, til þess að þér getið líka öðlast trúna.« STAICA. Á haustin, þegar liarðna tekur hrygð á brána síga fer. Aftur blessað vorið vekur von og hlýju’ í brjósti mér. G. P. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.