Ljósberinn


Ljósberinn - 15.07.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 15.07.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINlsf 195 »Það er hún Maja,« sagði Matta. Maja var með ljósrauðan garðhatt á höfðinu og hafði röndótta svuntu fyrir sér. Hendur hennar og armar voru svo mórauðir og' gildir í samanburði við brúðuarmana á henni Þyrí. »Og ég er nú alls ekki svo lítil,« sagði Maja drýgindalega, »ég er ellefu ára og kann að mjólka kú.« »Hamingjan hjálpi mér,« sagði Þyrí og hopaði á hæli. »Já, ég efast alls ekki um, að hrammarnir á þér séu kræfir.« »Já, eru þeir það ekki, og segi ég það ekki satt, að ég sé enginn »smæl- ingi«. Við eigum lamb og við höfum grís og gæsarunga og fjölda af hænsn- um og kjúklingum.« Og í sama andar- takinu kallar hún: »Matta, þú átt að koma með te út á veggsvalirnar og ég átti að segja þér, að þau Þyrí og' Gústaf ættu að koma með þér.« »Komdu þá,« sag'ði hún og stakk mó- rauða hnefanum sínum í: grannlegu og hvítu hendina á henni Þyrí. Þyrí varð henni samferða, og varð þá lík á svip- inn, eins og fínn og lítill hænsnarakki eða fuglaveiðari, sem glettinn hvolpur vöslskurakka er að draga burtu. Matta hljóp fram í eldhúsið, þar steyptist hún kollhnís um eldiviðarkass- ann og fór að gráta, svo að hún skalf á beinunum. Aldrei hafði hún grátið annað eins, hún, sem var svo hóglát, þolinmóð og skynsöm stúlka. »Ö, við erum öll eins og versti skríll,« sagði hún snöktandi. »Við erum sveitar- limir og ölmusur. Henni fanst það of lítið, að við skyldum ekki eiga nema einn sunnudagskjól, þess vegna hló hún, óhræsið að tarna. Ó, ég get ekki sætt mig við hana, ég vildi óska, að hún væri komin undir græna torfu!« »Ég vildi, að hann stóri boli prests- ins stangaði hana til bana; hún er búin að eyðileggja alt fyrir okkur, síðan hún kom inn úr dyrunum. Hérna var alt fínt og þokkalegt í gær, rétt eins og höllin kongsins, en í dag er alt svo ósköp lítilfjörlegt og fátæklegt, — og mamma, veslings, veslings mamma, hún er svo fátækleg til fara.« Matta neri saman höndunum og kveinaði hástöf- um. Pétur kom til hennar með vatnsbala og' tusku. »Má ég fá að þvo þér í fram- an,« sag'ði hann með uppgerðar lotningu. »Mamma bað mig að koma inn með te- ið. Þú getur ekki látið nokkurn mann sjá þig í þessum ham,!« »Ég vil nú ráða þér, að gá að þér sjálfum,« sagði Matta og var esp og stóð upp frá eldiviðarkassanum og leit á Pétur svo reiðilega, að hann lézt detta aftur á bak á gólfið og lá svo þar, eins og skata. Matta sýndist engan gaum gefa að honum fyrir reiði, heldur gekk að eldavélinni og helti teinu á fína te- pottinn. Leiddist Pétri þá þófið og reis á fætur með stunum miklum og kvein- stöfum. Frh. --------------- Yorvísur. Leika fuglar lofts um geiminn, logar roði fjöllum á, sólin gliti sveipar heiminn, sérhvert glóir hlóm og strá. 1 daggarúða árdagsljóma á Edens-sælu minnir alt. Ö, þú, sem vorsims heyrir hljóma, heiðra og lofa Drottinn skalt. Sifrar kjói-, syngur lóa, sóley glóir viða’ um tún; vellir spói, vellir gróa, vappar tóa’ um heiðarbrún. Bergs af stalli boðar falla, bráðna skallar fjöllum á;

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.