Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 2
198 LJÖSBERINN [Frh.] Það brá einkennilegum glampa í hin dökku augu frúarinnar, á meðan hún var að lesa lýsingu Diddu á hús- bændum hennar, og örlítið bros lék um varirnar, en brosið bar engan gleði- vott, það var kuldalegt og minti ósjálf- rátt á fölan mána, þegar hann veður í skýjum um óveðursnótt í skammdeg- inu. Frúin lagði bréfið frá sér með álíka varúð og færi hún með brostið gler. Svo rétti hún hvítu höndina, sem gull- hringarnir glóðu á, eftir nýju bréfi úr litlu, gulnuðu bréfahrúgunni. Og enn fór hún að lesa: »Pabbi og mamma. Ykkur þykir ég skrifa of sjaldan. Það er von. En ég hefi margar og mikl- ar afsakanir, sem ég veit að ftið tækjuð til greina, ef ég rfildi reyna á þolinmœði ykkar með því að skrifa ykkur þœr. Ég er í hálfgerðum vandraiðmn með livað ég á að skrifa ykkur. Þið þekkið ekkert til hér, og lífið hérna er svo gagnólíkt Ufinu heima hjá ykkur, að ég mundi engan greiða gera ykkur, ef ég færi að lýsa því. Það yrði bara til að trufla litlu, tibreytingarlausu veröld- ina, sem }hð lifið í. Mér þótti leitt að geta eklci sent ykk- ur neitt fyrir jólin, eins og ég var búin að ásetja mér. En svo var mér boðið á svo fjarska fint ball um jólin, að ég varð að fá mér afardýran búning, það kostaði mikla peninga, og ég hafði eng- in ráð til að kaupa neitt meira. Mig langar til að senda ykkur eittlivað í sumargjöf % vor; ég ætla að fara að vera ósköp sparsöm, safna peningum, og eiga þá til, ef það dettur í mig að sjá mig eitthvað meira um í heiminum. Og heim vil ég helzt ekki koma fyr en ég er orðin rik og búin að sjá mikið af dýrð veraldarinnar, en ykkur finst nú sjálfsagt að þetta tvent. vera ósamrým- atdegt, og það er það nú líklega. Eitt þarf ég að segja ykkur á meðan ég man. Islendingurinn, sem prestsfrúin var vön að kalla »Islendinginn okkar«, er reyndar bróðir frúarinnar hérna. Eg varð heldur en ekki hissa, þegar hann kemur hingað einn góðan veðurdag og segir, að systir sín liafi boðið sér að vera á heimilinu um tíma. Mér þótti reyndar mjög vænt um þetta, því að það er langtum skemti- legra liérna siðan liann kom. Vitanlega á það ekki við, að ég, vinnukonan, tali við hann, bróður frúarinnar, en það er ekki vist, að við sœkjum œfinlega um leyfi til þe-ss! Og hann er svo einstak- lega alúðlegur, kurteis og góður. Hún þykist yist ætla að hjálpa honum út úr óreglunni, og það er auðvitað vel gert, bara að hún þvingi hann þá eklri of mikið. Hún heldur að liann slarki minna ef hann er á heimili hennar, og það er ekkert ólíklegt, en œði oft hefi ég nú samt orðið að opna húsið fyrir

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.