Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 4
200 L JOSBERINN að hressast, ég var að hugsa um að fdggja boðið, en liætti við fxið. Mér er illa við allar skiddir, ekki sízt þakklœt- isskuldir. Ég vil sjá um mig sjálf. ■— Ég er að liugsa um að fara héðan — eittlivað langt i burtu. Hér hefi ég ekk- ert við að vera úr þessu. Eg skil hér ekkert eftir annað en minningar, sem ég vil ekki flytja með mér. — Eg skrifa líklega heim endrum og eins, ef ég lifi, en ef ég er bráðfeig á ég samt vonina, sem fnð gróðursettuð í lijarta mínu, ■— vonina um endurfundi, þar sem vinir misskilja aldrei livorir aðra, og engin sundrungaröfl eru að verki. Með hjartans þökk fyrir alt og alt. Ykkar elskandi dóttir Didda. P. S. Mér þótti það góðs víti, að prests- konan fœrði mér bœkurnar mínar, sem týndust þegar ég var á prestssetrinu, Nýja-testmentið mitt og Passíusálm- arnir. Það eru góðir förunautar, sem minna mig á ykkur og — himininnx Geir biskup Yídalín. (f. 1761, d. 1823) Hann varð fyrstur biskup yfir öllu Is- landi(1802). Hann var sonarsonur Páls lögmanns Vídalíns (tl727) en móðir hans var Sigríður, systir Skúla land- fógeta. Foreldra sína misti Geir 6 ára, bæði í sömu vikunni (1767). Árni Bjarnason bóndi á Vestari-Krókum í Fnjóskadal tók munaðarlausa sveininn þá til fósturs og kom honum í Hólaskóla 1764; þar var hann 5 vetur að námi og naut kenslu Hálfdáns meistara Einarssonar. Gekk námið vel, því að sveinninn var bráðgáf- aður, námfús og siðprúður og ástund- unarsamur að því skapi. Til háskólans sigldi Geir og tók em- bættispróf í guðfræði (1789) með ágæt- iseinkunn. Oft átti hann erfitt sakir fé- leysis, en vinsældir hans og kostg’æfni við námið varð honum að láni. — Geir varð fyrst dómkirkjuprestur í Reykjavík (1797), unz hann varð bisk- up yfir öllu landinu. Geir biskup fékst lítt við ritstörf, þótt hann væri hinn mesti lærdómsmaður og pennafær manna bezt og þótti mikil eft- irsjá að því. Hann var mesta ljúfmenni, en sumum þótti hann ekki nógu vand- látur. Árni, sonur hans, atgervisdreng- ur til sálar og líkama, ólst upp við leik og sjálfræði og reyndíst svo óhæfur til náms og frama. I kærleika Geirs bisk- ups vantaði hinn postullega vandlæting- areld, sem hver biskup þarf að hafa, en þó með ástúð Krists. -— Marg'ir söknuðu Geirs biskups. Fegurst og innilegust er þó vorvísa Bjarna Thorarensens við leiði Geirs biskups (1824). Skáldið kemur að leiðinu og sér, að það er grænna en önnur leiði og spyr hvað því valdi og svarar sér sjálfur: »Því veldur n ú það, hinn bllðlyndi blundar þar undir.« J?á sér skáldið í anda eiskuna guðlegu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.