Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 6
202 LJÖSBERINN Pétur strauk hárið frá enninu og glenti upp augun sín bláu, tók grand- gæfilega eftir hinum nýju munum í herberginu, en Gústaf hljóðaði upp: »Áfram, af stað með þig.« Þaut þá Pétur út eins og elding. 4. KAP. Fyrsta nóttin, sáttargerð og slys. Loks var þá dagurjnn á enda. Steiney frænka var farin og kvaddi börnin og réð þeim mörg og fögur heilræði. Pétur var þegar farinn að hálfhrjóta í ból- inu sínu uppi á loftinu; þar varð hon- um ekki loftleysið að meini; féll hon- um mætavel að eiga svefnstað þarna, því að út um þakgluggann blasti við honum hið fegursta útsýni í allar áttir. Honum fanst, að aldrei hefði hann mátt um frjálsara höfuð strjúka. Jóhannes svaf sætt og vært. Gústaf var altaf að bylta sér í rúm- inu sínu, þangað til hann loks stökk fram úr því og sagði hispurslaust, að enginn kraftur í heimi gæti fengið sig til að sofa á svona grjótharðri dýnu og svo væru rekkjuvoðirnar svo grófar, eins og þær væri gerðar úr hrosshári. Sagði hann Jóhannesi hreinskilnislega, að hann hefði ekki gert neitt það ilt fyrir sér, að nokkur ástæða væri til að hann færi að þjá kroppimi á sér með hross- hársvoðum og sofa á hálmi, eins og »tukthúslimur«. »Þú getur ímyndað þér, að þú sért í hernaði, þar eiga þeir ekki betra,«' sagði Jóhannes góðlátlega. »Mamma hefir sjálf ofið rekkjuvoðirnar og aðr- ar mýkri og fínni eigum við ekki, svo að þér er bezt að sætta þig við þær og skríða upp í bólið þitt aftur.« Jóhannes sagði þetta með spekjandi sannfæringarrómi. Gústaf gat engu á veg komið við hann. Og með því hann var þreyttur og farlama af ferðalaginu og sveitaloftinu, þá var þess skamt að bíða, að hann félli í fastasvefn, þrátt fyrir alt »hrosshár« og »hálm«. Maja litla svaf hálfopnum munni og bros var yfir litla rjóða og kringlótta andlitinu hennar. Hún svaf í rúmi mömmu sinnar, eins og hún hafði gert alla sína æfi, og dreymdi bjarta bernskudrauma. Þyri lá glaðvakandi í rúmi Möttu, sem henni hafði verið feng- ið. Hún var altaf að snúa við svæflin- um, til að vita á hvort borðið- hann væri steininum harðari eða mýkri. Pú! En hvað henni var heitt, og alt svo dæma- laust kurfslegt og leiðinlegt, rekkjuvoð- irnar þykkar og voru altaf að stinga hana eins og þistlar. Það sem hún ætl- aði sér að gera fyrst af öllu morguninn eftir, var það, að skrifa heim og biðja að senda sér reglulegar voðir, voðir úr fínasta líni, eins og hún hafði verið vön að hafa. Síðan tók hún, svö hljóðlega sem hún gat, báðar voðirnar, sem breiddar voru yfir og undir, og þótti miklu mýkra og betra að liggja sléttu sængurverinu eðá öllu heldur dýnuver- inu. En hve það var hræðilegt tiltæki af þessari illúðugu prestskonu, skóla- systur mömmu hennar, að stinga upp á jafn andstyggilegu og því, að þau væru send til dvalar á þennan sveitarstað. En hún hugsaði sér, að á næsta morgni skyldi hún sjá um, að þau dveldu þar ekki lengur, systkinip. En svo kom henni í hug, að það væri engin leið, og þá ætlaði hún alveg að tryllast. For- eldrar hennar voru bæði á ferðalagi og vinnuhjúin þeirra heldur ekki heima. Prófasturinn og fólkið hans gátu ein hjálpað þeim; en það væri að fara í geit- arhús að biðja sér ullar, að leita liðs hjá því fólki, því að það yrði engu fegnara, en ef það vissi, að þau Gústaf og Þyri fengju stýri fyrir bátinn, yrðu blátt áfram kvalin, því að í hvert skifti sem þau hefðu gist í höfuðborginni hjá for- eldrum þeirra, þá hefðu þau altaf ver-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.