Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 22.07.1933, Blaðsíða 8
2Ö4 LJöSBERINIm á, að fara varlega og gleyma aldrei, kvöld né morgna, að fela mig Guði á hönd, vernd hans og varðveizlu og heil- agra engla hans.« Við þessa undursamlegu björgun kom foreldrum drengsins til hugar, að Guð ætlaðist, ef til vill, til að Jesper litli yrði eitthvað annað en málmnemi, eins og faðir hans. Hinir guðhræddu foreldr- ar hans »helguðu hann svo Drotni« og létu hann ganga á prestaskóla. Og eins og Móse var forðum dreginn upp úr vatninu, til þess að hann yrði leiðtogi þjóðar sinnar, svo átti nú Jesp- er að verða andlegur leiðtogi þjóðar sinnar, Svía. Hin guðrækna móðir leiddi hann til Jesú þegar á bernskuárum og kendi honum að elska frelsara sinn. Og að loknu námi við prestaskólann, þá var Jesper vígður til prestsembættis, og nefndi sig þá Svedberg, eftir föður- leifð sinni. Hann var fyrst árum saman prestur við herdeild eina, en síðan sóknarprest- ur um hríð. En þá kvaddi Karl Svía- konungur hann til prófessors við háskól- ann í Uppsölum, og þar varð hann síð- ar háskólastjóri. Jesper bað konung þá að lofa sér að vera kyrrum á Vingakri, prestakalli sínu, en konungur neitaði þeirri beiðni hans. Þá sagði Svedberg: »Jæja þá, í Drottins nafni. Ég skal taka Guð mér til hjálpar og gera það, sem mér er framast unt.« Og árið 1703 var hann nefndu.r til biskups í Skara. 1 prestsembætti sínu leitaðist hann altaf við að gera Guð vegsamlegan og efla sanna velferð sóknarbarna sinna. Og fagnaðarerindið flutti hann af heil- um huga og fullri djörfung. Árið 1695 gaf hann öllum börnum Svíþjóðar, ungum og gömlum, dýrmæta gjöf. Það var sænska sálmabókin. 1 henni voru 413 sálmar. Og marga þeirra hafði hann ort sjálfur. 1 sannleika — þessi piltur, sem bjarg- að var úr vatninu, varð þjóð sinni mikil blessun. Bréf til Ljósberans. Ljósberinn birtir hér bréf. Það er frá fátækri konu. Það getur verið mörgum kaupanda ihug- unarverð hugvekja og lærdómsrík: »...... 2. júní 1933. Hr. ritstjðri Jón Helgason, Reykjavík. Ég bið yður að fyrirgefa, að dregist hefii að borgá Ljósberann, og nú I bili sá ég ekki, hvernig jiað væri hægt, en í morgun voru mér sendar að gjöf 10 kr., og nægir j>að til að ég geti látið vera með áheit, sem ég hét á Ljósberann í vor; helmingurinn á að vera borgun fyrir þetta ár, en hitt bið ég yður að sýna lítillæti til að veita móttöku handa Ljósberanum. Guð blessi yðar göfuga starf, með útgáfu Ljósberans. Hann hefir oft gefið okkur nýjan styrk og krafta, til að gefast ekki upp, held- ur vona J>að bezta, og hefir það ekki heldur brugðist og bregst aldrei, þegar maður trúir og vonar einlæglega á frelsara vorn, Jesú Krist. Hugheilar óskir um að starf yðar gangi vel. Virðingarfylst, G. M. K. -----—•>«>-<•----- Séra Jón Svelnsson, sem skrifað hefir Nonna-bækurnar svo köll- uðu, sem mörgum börnum þykir svo gamau að lesa, fór héðan af landi burt 12 ára gam- all árið 1870. Atti hann þá heima á Akur- eyri. Fékk hann svo alla mentun sina hjá kaj>ólskum mönnum og gerðist eftir það mikil- virkur rithöfundur. Hefir hann skrifað marg- ar og góðar barnabækur, sem þýddar hafa verið á J>ví nær 20 tungumál. Er J>að sjald- gæft, að höfundar fái lesendur að bókum sín- um í svo mörgum löndum. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.