Ljósberinn


Ljósberinn - 29.07.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 29.07.1933, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 211 hendur og farið á mis við umhyggju móður sinnar, þá lyfti hún upp höfð- inu og studdist á olnbogana, og var þá líkust ofurlitlum selkóp. Og þegar móð- ir hennar fór að tala um órósemi sína og efa, þá settist hún upp í rúminu, og þegar hún svo heyrði hana tala um þá hjálp og stoð, sem móðir hennar vænti af henni og systkinum hennar, þá grúfði hún sig niður v keltu móður sinn- ar, dreyrrauð af blygðun og sagði: »Mamma, elsku mamma, ertu ósköp reið við mig núna? Ö, mamma mín, vertu ekki reið við mig — það er miklu verra en alt annað, sem ég þekki. Ég skal kosta kapps um að vera hlý við þau. Það er ekki nándar nærri eins slæmt að hafa ljóta skó á fótunum, eða eiga ekki nema einn kjól eða alls engan, eins og að eiga mömmu, sem skiftir sér ekkert af manni. Þú mátt treysta því, mamma, að ég vil leggja alla stund á að vera góð við þau.« Mamma hennar vafði hana þá að sér. »Ætti ég ekki að treysta orðum þín- um, elsku barnið mitt! Hefi ég ekki séð, hvað þú hefir verið, bæði fyrir mig og systkinin þín! Guð blessi þig, elsku barn- ið mitt!« Hún ætlaði að segja meira, en í því sama bili heyrðu þær ópið í Þyrí og hlupu báðar saman inn í, svefnherbergið. 5. KAPITULI. Reimleikarnir. Þau Gústaf og Þyrí fóru að una sér. Það varð ekkert úr því, að þau færu að skrifa heim, hvorki eftir sængur- fatnaði eða dragkistu né öskjum, full- um af súkkulaði og góðu sælgæti. Gústi var of latur og altof vanur því að koma sér hjá öllu, til að fara að skrifa, en handleggurinn á Þyrí altaf bólginn og hana verkjaði svo ákaft í hann, að henni var ómögulegt að skrifa, fyrstu dagana, og ekki gat hún heldur fengið af sér að biðja húsmóður sína að gera það, því að hún fann, með nokkurskonar virð- ingarblandinni undrun, að hin góða kona var ljúfmannleg við hana, þrátt fyrir alt það spott og lítilsvirðingu, sem hún hafði sýnt henni. Frúin var altaf svo glöð og vingjarn- Ieg í viðmóti. Hversu annríkt sem hún átti með degi hverjum, gaf hún sér alt- af tóm til að hafa skifti á umbúðum um handlegginn á henni, og ávalt með sömu alúðinni, og með sömu mjúku móð- urhöndinni vafði hún handlegg hennar á hverju kvöldi, til þess að draga úr sárs- aukanum. Og Þyrí fyrirvarð sig blátt áfram fyrir það, að biðja Jóhannes að skrifa fyrir sig. Hún sá hvernig hann, þessi væni piltur, synjaði sér um öll þægindi og tók að sér öll þyngstu störf- in, eins og hver annar venjulegur verka- maður. Matta — já, hún var leiðinleg og hræsnifull, að þeim þótti, Gústaf og Þyrí' þegar þau voru bæði sezt á herð- ar henni og slógu í hana og skipuðu henni að hlaupa af stað með sig, þá vildi hún altaf bíða eftir því að móðir hennar liti til hennar henni til uppörf- unar, og þá þrammaði hún af stað með þau. Þeim þótti blátt áfram viðbjóðslegt að sjá, hve hún bar mikla lotningu fyrir móður sinni. Og hann Pétur, litla flónið, gat auð- vitað ekki skrifað, fremur en hún Maja. Maja þótti þeim í rauninni skemtileg- asta telpa. Þyrí hafði mestu mætur á að vera með henni, ef hana annars lang- aði eitthvað til að hreyfa sig. Fyrstu dagana gaf hún sig ekki að neinu, held- ur sat í hnipri með kodda að baki, las skáldsöguna »Stúlkan og roðasteinarnir« og þótti alt vera svo fátæklegt og' hörmu- legt í kringum sig. Hana verkjaði í handlegginn; lágt var undir loft í her- berginu og þar var svo heitt inni og mollulegt; ekki var hægt að opna glugg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.