Ljósberinn


Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 215 Saíja efiir GucSt'unu Caiíusclotí-ur, fy**"* — tíósber-------* „l*j osberann': [Frh.] Frú Steinvör svaraði engu, og bróðir hennar hélt áfram: »Hún sagðist hafa fengið þér einhver bréf frá dóttur sinni, sem hún telur dána, af því að hún hefir ekki frétt af henni í mörg ár. Hótt- irin var víst eina yndið þeirra. - - Hún bauð mér að lesa bréfin hennar, hélt víst að ég mundi hafa álíka ánægju af því og hún sjálf. Aumingja gamla konan! Hún hefir gengið í gegnum ýms ar raunir, heyrðist mér, en. sjálfsagt hef- ir henni ekki sárnað neitt eins mikið, eins og að missa sjónar á þessu eina barni sínu---------. En lífsseig er vonin hennar. Altaf seg'ist hún bera von í brjósti um að sjá dótturina aftur. Pú ættir að sýna mér bréfin, svo að ég geti sagt Oddnýju gömlu álit mitt um þau, þegar ég heimsæki hana næst.« »Svo þú ætlar að fara að venja kom- ur þínar þangað,« svaraði systir hans með ísköldum róm. »Já, ég ætla að líta inn til þeirra við og- við,« svaraði bróðir hennar. »Þeim er ánægja í því,‘ sérstaklega langar gömlu konuna til að kynnast Rúnu litlu, hún átti helst engin orð yfir það, hve vel henni geðjast að barninu, og Rúna hefir verið að biðja um að lofa sér þang- að.« »Mér finst lítið vit í því, að láta barn- ið vera að flækjast í húsi, þar sem veik- indi eru. — Hversvegna er karlinn ekki látinn í sjúkrahúsið? Þú ættir að koma því til leiðar úr því þú, ert að skifta þér af þessu fólki.« »Ö, já,« svaraði bróðir hennar. »Þetta kann satt að vera, en það er alls ekk- erti rúm í sjúkrahúsinu. Læknirinn sagði að öll rúm væru full, og svo heyrðist mér á Oddnýju gömlu, að hún kysi framar öllu, að hann væri kyr heima og hún fengi að hjúkra honum sjálf. Ég skil það ofur vel. Ég hefði skilið það, þótt hún hefði ekkert sag't mér um ástríka hjónabandið þeirra, um þrauta- og gleðistundirnar, sem þau hafa lifað saman, og ástfóstrið sem þau hafa tek- ið við þennan gamla, ljóta kofa, sem þau búa í; en hún las nú allt þetta yfir mér veslings kerlingin. — Ég dáist að henni, — trygðinni hennar, þrekinu og þolgæðinu, — já, hún á allt gott skilið, hún Oddný gamla!« »Mér heyrist líka að þú sért sæmi- lega hrifinn af henni!« sagði frúin kými- leit. »En ekki get ég séð að það sé við þitt hæfi, að snatta fyrir hana, eins og einhver hlaupagikkur um hánótt! Ætli það hefði ekki verið nær fyrir þig að senda eftir lækninum, til dæmis hana Soffíu?« »Heldurðu að þér hefði ekki þótt það neitt athugunarvert, ef ,ég hefði farið inn til hennar Soffíu að næturlagi?« spurði hann og brosti háðslega. »Því auð- vitað var Soffía í fasta svefni eins og aðrir hér í húsinu.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.