Ljósberinn


Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 4
216 LJÖSBERINN »Jæja, jæja,« svaraði frúin óþolinmóð- leg-a. »Þú ert löngum sjálfum þér líkur, og telpan þín ætlar víst að verða lifandi eftirmyndin þín.« »Furðar þig nokkuð á því?« spurði hann. »Hefir hún annars brotið eitthvað í bága við lífsreglurnar hennar frænku sinnar núna?« bætti hann við og brosti. »Brotið lífsreglurnar mínar!« endur- tók frúin í gremjuróm. »Eg veit að þú kallar það ekki brot, þó að barnið venji sig á að fara á bak við mig, og temji sér á þann hátt að skrökva að mér.« »Gjörir Rúna litla það?« spurði hann alvarlegri í bragði. »Það gerir hún nú einmitt,« svaraði frúin og' bar ört á. »0g hún fær góða æf- ingu í því hérna, þar sem ekki er um annað fólk að ræða, en það, sem hvorki skeytir um skömm né heiður, eða með öðrum orðum kann enga mannasiði.« »Mér finst vera allra besta fólk hérna,« sagði hann hægt. »Ég kann mæta vel við það.« »Þú! já, því trúi ég vel,« svaraði syst- ir hans háðslega. »Þú hefir ekki æfin- lega gert svo háar kröfur, en ég geri háar kröfur. Ég heimta kurteisi og vel- sæmi af öllum, ég heimta hlýðni og' auðsveipni af börnum á Rúnu aldri.« »Er hún nú ekki ofboð hlýðin og eftir- lát við þig, litla skinnið?« spurði hann i hálfgerðum gælutón. »Það er bezt að þú dæmir sjálfur um það. þegar ég héfi sagt þér það, sem hún gerði í gærkvöld. — Fyrst og fremst var hún að slæpast hjá Hólskrökkun- um fram undir kvöld. Og hvað heldurðu að þau hafi verið að aðhafast? Ekki nema það, að Rúna fer úr fötunum sín- um, og lætur einhvern Hólsstrákinn fara í þau, en klæðist sjálf fatagörmunum hans, og í þessum búningi lallar hún svo fram og aftur um kaupstaðinn! Ég batt nú reyndar fljótt enda á þennan leik. og rak hana heim með mér, með harðri hendi, — en það tók ekki betra við þeg ar heim kom, því í stað þess að sofna í gærkvöld, þegar hún var háttuð, þá sendir hún eftir einhverri stelpu hér úr nágrenninu,' sem hangir svo yfir henni fram eftir öllu. Þar að auki borðaði hún óæta, eldsúra grænjaxla, sem stelpan færði henni, þó ég væri einmitt ný búin að taka það fram við barnið, að hún mætti ekki borða ber, fyr en þau séu fullsprottin. Auðvitað er Soffía í vit- orði með henni, og hjálpar henni til ao fara í kringum mig, en það mistekst nú reyndar oftastnær. Rúna litla hefir vont af því sjálf, að venja sig á svona breytni, og hún verð- ur að skilja það, að henni hefnist fyrir það.« — Frúin þagnaði og beið eftir svari sýslumannsins. »Aumingja litla stelpan!« sagði hann loks brosandi. »Hún hefir engan leik- félaga hér á heimilinu — engan jafn- aldra, til þess að vera með.« »Eins og það sé nokkur afsökun,« tók frú Steinvör aftur til máls. »Hversu mörg börn eru ekki þannig sett, en taka ekkert slíkt til bragðs. Man ég eftir sjálfri mér. Einsömul var ég tímunum saman, innan um eintómt fullorðið fólk. En að mér hefði nokkru sinni komið til hugar að haga mér til svona! Nei, ég er líka hrædd um, að mér hefði ver- ið þakkað fyrir.« »Hvað ætlarðu þá að gera við Rúnu litlu, systir sæl?« spurði hann og leit íbygginn til systur sinnar. »Ég held, að hún hefði gott af því að hýrast inni í dag,« svaraði frúin. »Eða finst þér það ekki líka?« »Æ, ég veit ekki,« svaraði sýslumað- urinn og klóraði sér á bak við eyrað. »Þetta eru smávegis yfirsjónir, sem ekki má taka hart á,« Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.