Ljósberinn


Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 5
LJOSRERINN 217 Þetta er handa mér. Indverji nokkur var orðinn svo undar- lega órólegur í samvizku sinni. Hann var friðvana, hvar sem hann fór. Loks hugkvæmdist honum, að hann hlyti að hafa stygt guðina síma, á einn eða ann- an hátt, því hann var heiðingi. Hann fór þá á fund hofprestsins. Prestur réð honum að færa margar fórnir, þá fyndi hann sálarfrið. En það kom að engu haldi. Hann var jafn friðvana eftir sem áður. Hann fór þá aftur til fundar við prestinn. Þá sagði prestur: »Þú hefir drýgt einhvern stórglæp gegn guðun- um, fyrst allar þessar fórnir hafa ekki getað blíðkað þá.« Prestur réð honurn þá að fara fót- gangandi til næsta hofs, eigi skemra en 50 mílur; átti hann að ganga á ilskóm, þannig útbúnum, að oddar smánagla gengi þétt og þétt inn úr skósólunum, en á baki sér skyldi hann bera þungan bagga. Og er hann hefði gengið til hofs- ins alla leið, á þenna hátt, þá hefði liann friðþægt fyrir synd sína. Indverjinn lagði af stað á þessum naglreknu ilskóm sínum, og með bagg- ann á bakinu. En þegar hann var bú- inn að ganga fáein spor, lagaði blóðið úr iljum hans, og hann hafði ekki við- þol; tók hann þá þann kostinn að skríða; annað var ógerningur. En altaf leið honum ver og ver. Hann skreið og skreið eftir veginum, veslings maðurinn, í vellandi sólarhit- anum. Hann hafði ekkert viðþol í sálu sinni né blóðugum fótunum. Þá verður honum litið spölkorn út af veginum. Sér hann þá hvar hópur landa hans stendur undir tré einu og' var að hlusta á mann hvítan frá Norðurálfu. Indverjinn skreið þangað. Það var kristniboði enskur og talaði út af orð- unum: »Sjáið Guðs lambið, sem ber synd heimsins!« Þetta hafði Indverjinn aldrei heyrt fyr. Sjálfur bar hann synd sína. Nú heyrði hann sagt frá öðrum, sem bor- ið hefði og vildi bera alla syndina hans. Hann hlustaði og skreið nær og nær kristniboðanum. »Þetta er handa mér!« hrópaði hann upp. Hann fleygði af sér byrðinni, fleygði af sér ilskónum og hrópaði sem áður: »Þetta er handa mér!« Nú var sigurinn unninn. Hann tók trúna á hann, sem ber synd heimsins og gaf sig honum upp frá þessum degi, sæll og glaður. »Sá mikli læknir hann er hér, hinn hjartamildi Jesús, 1 hverri þrenging hjálp oss lér og huggun veitir Jesús. Lofaður sé vor læknir Jesús.« ------i»-«>-«•- Vertu sólskinsbarn. Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn, er sí og æ skín fyrir hann á heimili’, í skóla, í hverjum leik, sem honum geðjast kann. Já, sólskinsbarn. :,: Guð vill ég sé honum sólskinsbarn já, það vil ég vera fyrir hann. Frá villu og freistni að vernda mig ég vil biðja frelsarann, og láta mig muna lengst um það, að lýsa ég á fyrir hann. Já, sólskinsbarn o. s. frv. Hans sólskinsbarn verð ég að sönnu þá, að segja’, ef ég aðeins vil, og erfi með honum himin hans og heyri honum ávalt til. Já, sólskinsbarn o. s. frv. ....... ...... ......... ..........

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.