Ljósberinn


Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 6
218 LJOSBERINN Heimilið 1 rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. [Frh.] En loksins tók skáldsagan enda, og þá fanst Þyrí svo ógurlega tóm- legt á eftir. Þá fór hún að lesa »Heiða- prinsessuna« af svo mikilli áfergju, að henni hálfsortnaði fyrir augum, er hún sneri við blaði og leit upp. Hún las svo hraðan, að nærri lá, að hún fengi klígju. Matta var búin að taka til í herberginu; en þegar Þyrí var komin að því ít sögunni, þar sem þau »náðu saman«, þá gaf hún sér ekki einu sinni tíma til að líta upp til að sjá, hver væri þar inni. Nú var aftur orð- ið hljótt og autt inni; en þá var hurð- inni alt í einu sparkað upp og Þyrí æpti upp yfir sig af skelfingu og vanþóknun. Það var Maja litla, hún var að koma inn með blómaglas í annari hendinni, en kökufat í hinni og voru á því rauðgul skógarjarðarber. »Viltu ekki smakka á þessum berj- um, Þyrí?« spurði hún vingjarnlega og bað afsökunar á sparkinu. »Hú! en það hark, sem þú gerir,« sagði Þyrí og starði á kökufatið, eins og hálfrugluð af lestrinum. »Hvað á þetta að þýða?« sagði hún og færðist undan með þjósti, þegar Maja setti jarðar- berjafatið fyrir framan nefið á henni. »Geturðu ekki séð, að þetta eru jarð- arber! Það eru fyrstu jarðarberin, sem tínd hafa verið. Ég fór langar leiðir inn í skóginn eftir þeim. Eg segi þér, ég hefi altaf vakað yfir þeim, síðan fyrstu blöðin spruttu í vor, og ég hefi verið svo hrædd um, að aðrir kynnu að taka þau frá mér, það geturðu víst skilið. Mamma fékk níu, en við hin fengum sín sex berin hvert. Furðar þig ekki á því, að það skuli vera sprottin jarðar- ber svona snemma?« »Ég þakka fyrir,« sagði Þyrí drembi- lega. Þá hugsaði Maja, að þessi afþökk hennar væri sama og þökk, þó að henni fyndist hún allt annað en þakklátleg í rómnum. »Þú vilt þó víst þiggja þau?« spurði hún undrandi. »Hafðu þig á burt með þessa heimsku þína!« hvæsti þyri út úr sér, og sökti sér svo aftur ofan í »Heiðaprinsessuna«, Maja starði lengi á hana. »Mundu það þá,« sagði Maja hátíðlega, »að ég borða öll þessi jarðarber sjálf, því að enn hefi ég ekki tekið nema þrjú, og þá fæ ég jafnmörg og mamma.« Og svo hljóp hún syngjandi af fögn- uði út úr dyrum og skelti hurðinni á eftir sér, svo undir tók í öllu húsinu, og Þyrí skalf blátt áfram öll af skelfingu og reiði. Hú, ha! en hve hún var leið og þreytt á þessu öllu saman. Hvít blóm í glasi, hvít húsgögn, hvítar ábreiður á rúmun- um, eins og við jarðarför, og hljótt var nú þarna eins og dauðs manns gröf eftir hurðarskellina hjá Maju. — Þyrí varð heitt á höfði og fékk hjart- slátt. Þá.heyrir hún alt í einu, að eitt- hvað skellur þunglamalega á gluggarúð- una; hún leit þangað forviða og sá gríð- arstóra hönd færast upp eftir rúðunni, og benti hún þrisvar með vísifingri hægt og hátíðlega. Þyrí starði í gluggann eins og steini lostin. »Hú-hú — hú-hú, hú-hú,« heyrði hún drynja úti fyrir ógn ógeðslega, og hóf fingurinn sig ógnandi og aðvarandi. Heima hafði Þyrí heyrt margar draugasögur, einkum hjá vinnufólkinu, svo að hún var ekki í neinum vafa um að í svo gömlu kofakríli gæti vofur ver- ið á ferð jafnt nætur sem daga. Hún var þarna hvíta frúin, sem hún hafði

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.