Ljósberinn


Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 7
L JÓSBERINN lesið um í svo mörgum skálsögum og mikið í hverri. En höndin var nú eigin- lega stærri en svo, að hún gæti verið af frú. Hér hlaut að vera um hvítan herra- mann að ræða. »Ö!« æpti hún upp yfir sig — ráðandi þessa húss hafði einmitt dáið í sama herberginu þar sem hún var. Það var hann, sem var á ferðinni! Hún rendi sér niður af legubekknum, svo að koddarnir urðu henni samferða og síðan hentist hún út. Alt var tómt í dagstofunni og í eld- húsinu, engin lifandi sál nokkurs staðar. Iiún varð þá gripin af ákafri angist. Hvar voru þau öll saman? Hún var svo ringluð af skáldsagna- lestrinum, að henni var ómögulegt að átta sig á því, hvar hún væri stödd. Hún var ógeðsleg þessi stóra hönd á rúðunni. Hún æpti hátt: »Matta, Jóhannes og Maja, hvar eruð þið öll saman?« »Af hverju ert þú að æpa?« spurði Pétur; hann kom fyrir húshornið svo ógn sakleysislegur á svipinn. 0, það var nú léttir og fró fyrir Þyrí að sjá hann, þó það væri ekki nema hann Pétur. »Hvar eru þau öll saman?« spurði hún og tók um leið íi hendina á honum, »er alls enginn maður í húsinu?« »Maður — já, það er von að þú spyrj- ir,« tók Pétur upp eftir henni og leit aftur fyrir sig dauðskelkaður, eins og vofa væri á hælum honum. »Hvað er þetta þó, Pétur, segðu mér hvað það er?« sagði Þyrí og þreif fast- an í handlegginn á honum. »Eg þori ekki neitt um það að segja fyr en á morgun« sagði hann óttasleg- inn og stundi við og úr augum hans skein einhver leyndardómsfullur tryll- ingur. »Nei því að þú hefir séð eitthvað og ef þú mintist á það, þá bæri þér eitt- hvað óhapp að höndum.« 219 Pétur staðfesti það með því að líta upp til himins, og fór þá svo mikill hroll- ur um hann, að bæði varir hans og kinn- ar titruðu eins og soðhlaup. »Sá, sem hefir séð eitthvað, gerir bezt með því að þegja eins og steinn.« Svo mælti Pétur og varð svo draugs- legur og undarlegur íi rómnum, sem mest mátti verða, svo að hárin risu bókstaf- lega á höfði Þyrí. »Komdu, við skulum reyna að hafa upp á þeim öllum hinum; en hvert hafa þau farið, hvar er þeirra að leita?« »Mamma situr úti í lystihúsinu, á- samt systkinum mínum og er að hreinsa spínat-jurtir; ég á að fara út í aldin- garðinn og tína meira handa þeim, viltu koma með mér og hjálpa mér?« »Nei. Fylgdu mér út í lystihúsið!« En hvað það var yndislegt. Þar heyrði hún, að móðirin og börnin sungu i fjarska: »í dag er auðséð, Drottinn minn, dýrð þin gæzkuríka! Maður heyrir málróm þinn, maður sér þig lika.« —- Stór karfa full af nýtíndu spínati stóð í miðju lystihúsinu. Kringum körfuna sátu móðirin og börnin á smáum tré- stólum og tíndu stóru, vökvamiklu spín- atblöðin af jurtunum, syngjandi og mas- andi. Jóhannes breiddi blöðin á plötur, hljóp svo með hverja plötuna að bök- unarofninum og stakk þeim inn í hann til þerris. Það var hlutverk Péturs, að tína spínatblöðin af, svo að þau hefðu alt af nóg, sem hreinsuðu þau og því um líkt. Hann var nú einmitt búinn að vera svo lengi f jarverandi, að fólkið hans var farið að verða forvitið um það, hvað hann hefði nú fyrir stafni. Og jafn- skjótt sem þau sáu hann hrópuðu þau öll einum rómi: »Meira spínat!« »Já, það skal nú óðara koma,« sagðí Pétur og þaut af stað.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.