Ljósberinn


Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 05.08.1933, Blaðsíða 8
220 LJÖSBERINN Maja horfði á eftir honum forvitnis- lega. »Hann hefir verið að gera einhverj- ar gletturnar núna,« hvíslaði hún að Möttu, og leit síðan forviða á Pyrí, hún var eitthvað svo skrítin, þar sem hún sat samanhnipruð við röndina á körf- unnh milli Möttu og móður hennar. »Hvernig gengur það, Þyrí?« spurði mamma þeirra, »þú virðist vera svo heit og illa til reika? Þú hefir sjálfsagt höf- uðverk!« Svo brá hún kaldri hendinni á bert höfuðið á Þyrí. »Ég vildi óska að þú gætir hætt við þenna skáldsagna- lestur; þú verður veik af því að sitja svona í sólarhitanum. Áttu enn mikið ólesið af þessum bókum?« mælti hún í gamni. »Ojæja, en ég er þreytt, af að lesa nú, hú! ég vil hreint ekki sitja inni leng- ur« og svo geispaði hún lengi og titr- aði í taugum. »Það er bezt að þú snúir þér að því að starfa eitthvað, því að nú ertu orðin albata í handleggnum. Það má áreið- anlega taka vefjurnar af, ég er svo margbúin að segja þér það.« »Hjálpaðu okkur til að hreinsa spínat- blöðin,« sagði Maja; »svo hjálparðu okk- ur á eftir til að eta þau.« »Já, en ég verð svo óþokkaleg af því um hendurnar,« svaraði Þyrí, og fór að taka vefjurnar af handleggnum með mestu hægð. Síðan þreifaði hún fyrir sér eftir hönzkum sínum. Jú, þeir voru í vasa hennar. »Taktu bara á þig hanzkana, meðan þú ert að hjálpa okkur,« sagði húsmóð- irin og brosti blíðlega, »það er engum skömm að hafa góða gát á höndum sín- um.« Þá gretti Matta sig í framan. »Það er fallegt að sjá vel hirtar hend- ur,« sagði húsmóðirin. »Mamma hefir sjaldan hanzka, nema í kirkjunni og þó eru hendurnar á henni fallegustu hendur í heimi,« sagði Matta ögrandi. Þyrí leit á þær, og þá kom undir eins þetta espandi bros á andlitið á henni. Matta varð dreyrrauð í framan, en ekki sagði hún neitt. Maja hafði snotran, lítinn garðhatt á höfði, og nú rak hún óðara nefið upp í loftið. »Má ég spyrja: Að hverju hlær þú, Þyrí? Það er hverju orði sannara, sem Matta segir og Steiney frænka segir hið sama: Það er fegurstu hendur á jörðu sem starfa í kærleika, það sagði hún einu sinni, þegar Edvarð var óþekkur og vildi ekki hjálpa mömmu sinni til að hreinsa sólber og ekki einu sinni þó að hún væri lasin og þreytt, af því einu, að hann var hræddur um, að þá yrðu hendurnar hans ljótar og þá komu mér einmitt í huga hendur mömmu, því að mér virðist einmitt þær vera svo fjarska laglegar — miklu laglegri en þínar, það skal ég segja þér,« og að svo mæltu þeytti hún frá sér spínatleggjunum sem hún var búin að taka blöðin af, langar leiðir burtu. Frh. Úr skugganum til Ijóssins. úr skuggum hanns og hrygða ég horfi ljóss til bygða, þar blómum stráð er strönd; þar blíður engill bíður unz burt minn tími líður, þá tekur hann mig sér við hönd. Við þræðum gullnar grundir Guðs dýrðarhimni undir, þar geislar guðdóms sól; þar alt er yndi og friður og alt hvað annað styður, sem endalaus og eilíf jól. Guðjón l’álsson. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.