Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 2
222 L JÖSBERINN Hvað vitum vér mikið? »Ég veit ekki, hvað heimurinn hugsar um verk mín. En sjálfum finst mér ég vera eins og barn, sem hefir leikið sér í fjörunni og ef til vill fundið við og við feg- urri stein eða snotrari skel en lags- bræður mlnir; en hið takmarka- iausa úthaf sannleikans liggur enn fyrir framan mig ókannað.« Isaac Newton. Vísindamaðurinn frægi, Isaac New- ton, sem flestir kannast víst við. bar stöðugt mikla lotningu fyrir Guði — skapara allra undranna, sem hann var að skoða og rannsaka og dázt að. Þó hann væri frægur vísindamaður, sem var hafður í hávegum. þá var hann þó lítillátur. Hann fór ekki að dázt að sjálf- um sér, vegna þess að hann sá þessa dásamlegu hluti, heldur að honum, sem hafði skapað þá. Lesið orðin hér fyrir ofan; þau bera vott um lítillæti hans. Og lesið orðin hér á eftir; þau bera vott um aðdáun hans á því. sem fyrir augun bar: »Ég verð að játa, að hin vísindalegu fyrirbrigði í aflfræði. eðlisfræði og efna- fræði hafa eigi verið skýrð fyrir mér til neinnar hlýtar, af kennurum mínum. Svörtu kýrnar mínar eta og melta og samlaga sér grængresið og framleiða úr því rautt blóð, hvíta mjólk og gulan ost. Enginn prófessor hefir nándar nærri getað gert mér grein fyrir þessum fyrir- brigðum. Og ég get bætt við einu enn: Kýrnar mínar fæða af sér nýjar kýr. Hver skilur það? Kæru bræður í trúnni.' Látum þetta minna oss á, að biblían okkar, hugsanii1 Drottins, grundvöllur trúar vorrar, er svo miklu hærri hugsunum vorum, »sem himininn er hærri en jörðin« (Jes. 55, 8—9; 1. Tim. 6, 20 og Fil. 3, 8). Látum engan gera lítið úr þeirri bók.« Pú gerðir pað! Fimm ára gömul stúlka lá á banasæng sinni á verkamannsheimili í Edinborg. Faðir hennar, sem var drykkjumaður, hafði í ölæði barið hana svo, að hún var nú dauðvona vegna þess. Þegar fregnin barst um nágrennið, komu margir af nágrönnunum inn til henn- ar. Meðal þeirra var veitingamaðurinn. sem selt hafði föður hennar áfengi. Litla stúlkan deyjandi opnaði áugun og horfði á gestina, hvern af öðrum. Þeg- ar hún sá veitingamanninn, staðnæmd- ust augu hennar. Hún neytti síðustu krafta sinna til þess að rísa upp til hálfs, benti á veitingamanninn og kall- aði hástöfum: »Þú gerðir það!« Svo hné hún örend niður á koddann. Meðal miljóna munu víst ekki finn- ast margir, sem ekki vildu heldur höggva grjót sér til lífsviðurværis en að verðskulda þessa kveðju deyjandi barns: »Þú gerðir það!« -------------- Áminning. Sem fuglar heilsi kvakandi sól á sumarvegi, svo syngið Drotni vegsemd á hverjum lausnardegi; en korm böl að liöndum, sem þykir þungt að bera, »í þolinmœði og trausti skal styrkur yðar vera.« B. J. Sat'n var í heimsókn hjá Mettu grannkonu sinni. Er þær höfðu spjallað um alla heima og geima, sagði Sara alt í einu; »En hvað þetta er góður ofn sem þú hefir þarna.« »Já, hann hitar ágætlega þegar hlýtt er í veðri,« svaraði Metta.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.