Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 3
223 LJÖSBERINN Sacja efiir Guckúnu Cáiíusdotiuc v*4ui fy**ir j,Z*)QSoerann’ [P'lrh.] y>Þú segir það!« svaraði systir hans. »En ég segi »á mjóum þvengjum læra hvolparnir að stela«. Ef ekki er í tíma tekið fyrir það, sem þú kallar smávegis yfirsjónir, er hætt við að það verði torvelt að koma í veg fyrir þær síðar.« »Það getur satt verið,« svaraði hann með hægð. »Þú hefir víst miklu meira vit á barnauppeldi en ég.« »Já, ég hugsa það nú líka,« sagði hún drýgindalega. »Og að mínu áliti, sé ég blátt áfram ekki að uppeldi dótt- ur þinnar geti orðið annað en mesta ómynd, í því umhverfi, sem er hér.« »Þá vandast málið, þykir mér,« sag'ði bróðir hennar glaðlega. »Hvað viltu eig- inlega gera við því?« »Ég veit ekki!« svaraði hún. »Þú hef- ir ekki viljað fara eftir ráðleggingum mínum, en það væri mikil bót í máli.« »Fór ég kannske ekki að ráðum þín- um, þegar ég flutti hingað?« spurði hann. »Ekki langaði mig til að breyta um, ég kunni vel við mig þar sem við vorum; — en þú vildir endilega flytja.« »JÚ, jú,« svaraði hún. »En hvers vegna vildi ég' það? Var það ekki ein- ung'is sjálfs þíns vegna? Gerði ég' það ekki aðeins til þess, að losa þig við illa félaga og óreglu, sem þú reistir ekki rönd við? — Þú veizt það vel, að mér gekk ekki annað til. En nú sé ég, að þetta hefir ekki komið því til leiðar, sem ég vonaðist eftir.« Hún þagnaði og horfði á hann, en hann ypti öxlum, eins og hann vildi hrista af sér áminningar systur sinnar. Stundarkorn horfði hann þegjandi í gaupnir sér, svo leit hann upp og horfð- ist í augu við systur sína. Augnaráðið var bljúgt eins og í litlu barni, sem hefir fengið ofanígjöf og vill friðmælast við móður sína. »Systii- mín,« sagði hann. »Vitaskuld á ég þér mikið að þakka. Þú hefir stutt mig og varið fyrir áföllum, þú hefir komið mér til manns — gert mig að því, sem ég' er — og' ég' er þér óum- ræðilega þakklátur —« Hann þagnaði snöggvast eins og hann væri að hugsa um hverju hann ætti að bæta við orð sín. — »En stundum finst mér skuggar liðins tíma teygja sig á eftir mér, og gera líf mitt svo óbærilega þungt og' tómt, og' þá :—« Systir hans greip fram í fyrir honum, áður en hann hefði lokið máli sínu. »Þungt og tómt!« endurtók hún, og það var bæði undrun og' kaldhæðni í rödd hennar. »Að þú skulir láta þér annað eins um munn fara! Þú, sem gegnir þýðingarmiklu starfi fyrir þjóð- ina, ert prýðilega settur að öllu leyti, átt falleg't heimili, nægileg' efni, nýtur hylli manna og virðingar, og átt indælt barn til þess að lifa fyrir. Nei, líf þitt er hvorki þungt né tómt!« Það brá raunalegu brosi á hið góð- mannlega andlit hans.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.