Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 4
224 LJÖSBERINN »Ég var heldur ekki að kvarta um neitt af þessu,« sagði hann stillilega. »Ég á ekki betra skilið, síður en svo. — Starfi mínu kann ég vel, heimilið er í þínum höndum, og telpan míu — aum- inginn litli —- er indæl. ens og þú segir. Hún væri sjálfkjörinn sólargeisli hér á heimilinu, ef — ef ég gæti goldið henni það sem ég skulda henni.« »Þú talar rósamálk mælti frú Stein- vör og leit spottand til bróður síns. »En ef þér finst þú vanrækja föður- skyldur þínar við telpuna, þá ætti þér að vera innan handar að bæta henni það með því að báa sem best í haginn fyrir hana og leggja meiri rækt við upp- eldi hennar, en þú hefir gert til þessa. Þú hefir ekki sint því ráðinu, sem allra bezt er í þessum efnum, en það hlýtur þó að vera þér ljóst, að ekki get ég eytt allri æfinni í ráðskonustörf hér á heim- ili þínu. Og hvernig fer um uppeldið hennar Rúnu litlu, ef ég yfirgæfi hana? Mig er nú farið að langa út í veröldina, hér get ég ekki unað mér öllu lengur, en ég vil síður fara, fyr en ég sé fram á að heimili þínu verði borgið og barninu þínu séð fyrir góðu uppeldi.« »Ef þú vilt ekki vera hér lengur, Steinvör systir,« svaraði hann ofur ró- lega, »þá skaltu fara. Það verða ein- hver ráð með ráðskonuk »Ég veit svo sem ekki hver það ætti að verak svaraði hún jafnskjótt er hann slepti orðinu. »Já, ég veit að það er nóg kvenfólk til, sem fyrir ærið kaup vill taka að sér hússtjórn fyrir þig. — En hefirðu hugsað út í það, hvernig upp- eldið hennar Rúnu litlu kynni að fara? Nei, eins og ég hefi oft sagt þér, þá er það hrein og bein skylda þín að sjá barninu þínu fyrir góðu uppeldi og það tryggir þú henni engan veginn betur en með því að gifta þig. Ætli þú yrðir í vandræðum með konuefni? Hvað held- urðu þær yrðu margar, sem kysu sér sýslumannsfrúarstöðuna? « »Ein ætti að nægja,« svaraði sýslu- maðurinn brosandi. »En ég hélt að við hefðum einhvern tíma komið okkur sam- an um að tala ekki írekar um gifting- ar,« bætti hann við og leit alvarlegur í bragði til systur sinnar. Hún leit undan og roðnaði ögn. »Auðvitað varðar mig' ekki um, hvort þú giftir þig eða ekki,« sagði hún svo, »og ég skal ekki tala meira’ um það, en ég hóf máls á þvi vegna sjálfs þín og barnsins þíns. Mér liggur uppeldi telpunnar þungt á hjarta, og í sambandi við það ætla ég að minnast á ákvörðun sem ég hefi nýlega tekið.« Hann horfði á hana spyrjandi. »Ég vil byggja fallegt sumarhús handa Rúnu litlu,« sag'ði hún. »Ég ætla að kosta það sjálf og ráða útliti þess og allri tilhögun. Það á að vera þann- ig úr garði gert að barnið uni sér hvergi jafnvel og í því; það á fullkomlega að koma í veg fyrir að hún leiti ánægju sinnar út af heimilinu. En ég þarf að halda á hentugri lóð, ég get ekki not- að aðra lóð en þá, sem gamla húsið stendui' á. Þess vegna þarf að rífa þao áður en ég læt byrja á sumarhúsinu. Gömlu hjónunum er víst illa við að fara úr kofanum, en það er ekki hægt að sporna við því, kofaskömmin verður auð- vitað að fara fyr eða síðar, hvort sem er, og ég býðst til að borga húsaleigu fyrir þau í miklu betra húsnæði. Ég get ekki betur boðið. Ég vil að húsið sé kom- ið upp svo snemma að Rúna geti not- ið þess þegar á þessu sumri.« »Ég hefi heitið Oddnýju gömlu því. að lofa gamla húsinu að standa, á meðan þau vilja dvelja í því,« svaraði sýslu- maðurinn, »og mér þykir leiðinlegt að ganga á bak orða minna. Geturðu ekki notað einhvern annan blett á lóðinni minni undir húsið?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.