Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 225 »Nei, ég get það ekki,« svaraði hún með ákefð. »Það færi hvergi eins vel og þarna.« »Oddný gamla sagðist ekki vilja fara lifandi úr gamla húsinu,« sagði sýslu- maðurinn. »Það er leitt að beita valdi við ellihruma einstæðinga.« »Uss, blessaður vertu ekki að því arna,« svaraði frú Steinvör og bar ört á. »Þetta eru elliórar, sem heilvita menn ansa ekki! Og ég sem býðst til að borga húsaleigu fyrir þau annarsstaðar!« »Það er óneitanlega vel boðið,« sagði hann með hægð. »En ég vil taka tillit til óska þeirra. Þau langar bæði svo sárt að vera þarna það sem þau eiga eftir ólifað.« »Þau mundu sætta sig við að fara úr húsinu, ef þau vissu að þér væri þægð í því,« sagði frú Steinvör, og ef þér er uppeldi Rúnu litlu nokkurs virði, þá segirðu þeim það.« »Getur þetta ekki beðið til næsta árs?« spurði hann. »Kannske þau verði þá dáin, aumingja gömlu hjónin, hver vedt? « »Ég er ekkert að bíða eftir því,« svaraði frú Steinvör óþolinmóð. »Ég vil byrja á verkinu nú strax eða ekki. Mér þykir ólíklegt, að þú viljir hafa þetta af telpunni þinni!« »Mikil lifandi ósköp, þetta er rausnar- boð af þinni hálfu, systir mín, og ég er þér þakklátur •—• en það eru gömlu hjónin — ég vorkenni þeim svo! Hún hefir náð svo einkennilegu tangarhaldi á mér, gamla konan! Einlægnin hennar og traustið hefir svo góð áhrif á mig. — Og ég skal segja þér, Steinvör, kofinn er eiginlega vistlegur, þegar inn er kom- ið — það er von að þau vilji vera þar.« »Það þýðir þá ekki að tala meira um þetta við þig,« sagði frúin stutt í spuna og stóð upp úr sæti sínu. »Þú ert ein- kennilegur maður! Þú barmar þér yfir ógoldinni skuld við barnið þitt, og neitar svo fyrsta tækifærinu, sem þér býðst til þess að grynna á skuldinni. Bg skil ekk- ert í þér. Ég skil ekki íí þessu blinda ástfóstri, sem þú tekur við ókunnuga kerlingu, og metur keipana í henni meira en velferð barnsins þíns.« Að svo mæltu gekk frúin hvatlega út úr Lerberginu og skelti hurðinni hart á eftir sér. Frh. Svanurinn. Kvaleandi svanur, þú siÁfur, svíf ég í anda með þér, undrandi hug minn þú hrífur, himinsins blámúra klýfur, áfram sem 'órskot þú fer. Kvakandi svanur, þú svifur. Augun mæna eftir þér, unz þú hverfur mér í bláinn; ævintýra þögvd þráin þrótt, og vœngi skapa mér! Undra strendur sál mín sér sigurlands, er nema liét ég, himinbrautir hugur fer, honum til þín markið set ég — til þín náð þó tæpast get ég. S. J. J. Hygglini tlreng-ur. Sig-gi litli: »Ég týndi áðan tíeyringnum, sem þú gafst mér, frændi, niður um gat á buxnavasa mínum. Fi'ientli: »Hvaða vandræði eru þetta! Ég verð víst að gefa þér annan tíeyring.« Siggi: »Væri ekki betra að hafa það tuttugu- og-fimmeyring, svo að hann fari siður niður um gatið á vasanum?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.