Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 227 una »Öheillafugl þjóðfélagsins,« en á skólaárum sínum hafði hann lesið bæk- ur, sem drengir höfðu smyglað inn til þeirra, og »öheillafuglinn,« var sann- nefndur meinleysisfugl í samanburði við þær. Þeir stóðu nákvæmlega á sama þroskastigi báðir, að sinni eigin skoðun, og skorti þekkingu, þá bættu þeir trú- lega hvorn annan upp. Gústaf var að eðlisfari harður og næstum óheflaður I^skapi. Hann sóttist fast eftir öllu sem hann hitti fyrir og auðvirðilegt var og ruddalegt. En Ed- varð var veiklyndari og hégómlegri í sér og í raun réttri góður drengur inst í eðli sínu. Gústaf var mikill vexti og gáfað- ur og nærri sem fullorðinn maður, svo að Edvarð hafði hann sér til fyrirmynd- ar og tók með hrifningu á móti hon- um á degi hverjum. Gústaf þótti gott ef einhver dáðist að honum, og þótti vænt um að vera með þeim, sem hann gæti sagt alt, sem honum bjó í brjósti, hispurslaust. Þar að auki þótti honum gott að háma í sig góða matinn, undirstöðumatinn, sem hann gat iðulega^ fengið hjá presti; hann var þar við allar máltíðir að heita mátti, þótt þeir drengirnir sæust ekki þar á milli allan liðlangan daginn. — En svo stór og errinn. sem Gústaf var, þá fanst honum þó eitthvað leitt að ganga einn síns liðs á skógargötunni á kvöldin, heim í »kofaskriflið«, þar sem þau Þyrí áttu heima. Það var eitthvað svo kynlega hljótt í skóginum. Ekkert heyrðist, nema eitthvert skrjáf hér eða þar, eða kynjaþytur íitrjánum, eitthvert dularfullt, hálfsyngjandi, hálfhvíslandi kvak í einhverjum ósýnilegum fugli, og þetta sama hljóð heyrðist aftur og aftur. Að kveldi hins sama dags, sem Þyrí gekk í samfélag fjölskyldunnar í Rósa- garðinum, gekk bróðir hennar að vanda heim frá prestssetrinu. Honum fanst óvenjulega draugalegt í skóginum það kvöld. Stór fugl þaut upp með þungu og dimmu vængjablaki rétt fyrir framan hann, og settist spölkorn fram undan honum, þar sem dimmast var, og kvað ámátlega: »ú-hú!« með gjalli miklu. Það var ugla, það var Gústi viss um, ugla, sem spáði honum óheilla með þessu ógur- lega væli, og hann herti gönguna, svo að nærri lá að hann hlypi, og hljóp síð- ast í einu hendingskasti upp loftstigann. Uppi á loftinu var nærri dimt, kol- dimt, því að glug'garnir þar uppi voru einkar smáir og báru litla birtu. Þegar hann kom upp í stigann, nam hann skelfdur staðar. Það var kynlegt, sem hann sá fyrir sér á loftinu, eink- um ef hann kom seint heim. Hann heyrði eitthvert undarlegt, pípandi hljóð og síð- an ílöktandi slæðu uppi undir þakinu. Stundum heyrðist honum, sem einhver nudda sér við veggina og krafsa í þá. Þetta blandaðist svo við hroturnar í Pétri, því að Pétur hraut altaf svo hátt, þegar svona illa stóð á; hefði Gústi þá miklu fremur viljað, að hann hefði ver- ið vakandi. Þetta kvöld fanst Gústa hann sjá óendanlega runu af hvítum smádýrum, en hann gat ekki greint hvaða dýr það voru; þau runnu hægfara hvert á eftir öðru fyrir framan fæturna á honum yfir gólfið. Hann stóð eins og steini lost- inn og starði á eftir þeim, og öll hurfu þau inn í svartasta skotið á loftinu, og komu þaðan, sem hann heyrði Pétur hrjóta. Og niðri við gólfið sá hann blakta eins og hvítgulan eld, sem lék á einum bletti á loftinu, en logaði þó ekki. Hann þaut inn í loftherbergið og skelti hurðinni á eftir sér svo hart, að það hefði getað vakið Jóhannes; en klunni sá lá og svaf með handleg'ginn undir höfði sér, svo öruggur og bros- andi, eins og barn tveggja ára. »En það reimleikabæli hérna!« Um hábjartan daginn hafði hann hlegið dátt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.