Ljósberinn


Ljósberinn - 19.08.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 19.08.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 231 ann, en samt setti einhverskonar ónota- geig að litlu stúlkunni, þar sem hún stóð hjá læstri hurðinni, sem hún gat með engu móti lokið upp. Hún horfði á þennan óvænta farar- tálma, með skelfdum augum, og svo fór hún að hlusta, en það var þögn í hús- inu, rétt eins og engin lifandi vera ætti þar heima, nema hún sjálf. Og aumingja Rúna varð ennþá smeikari. Hræðslan greip utan um hjartað hennar, gagn- tók taugarnar og hafði hana loks alger- lega á valdi sínu. Hún hugsaði ekkert um við hvað hún var hrædd, eða hvers vegna hún var hrædd, hún fann aðeins sjálfa hræðsluna heltaka sig og lama frá hvirfli til ilja. Og þögnin varð svo geigvænleg! Þögnin gleypti alt, einnig fagra fuglakvakið fyrir utan gluggann. Glugginn! Já, það var satt, glugginn var þó opinn! En sú hepni. Það hýrnaði ofurlítið yfir henni, og hún hljóp út að glugg- anum. Hressandi vindblærinn, sem barst inn um gluggann, bægði frá henni hræðslunni, og hún hallaði sér út í gluggann, til þess að sjá hverjir færu um veginn fram með húsinu. Og það vildi nú einmitt svo vel til, að það var hún Lotta, sem skokkaði fram hjá, rétt í því að Rúna hallaði sér út í gluggann. Og Rúna gleymdi allri varkárni og lirópaði á Lottu alt hvað af tók. »Lotta Lotta — komdu og hjálp- aðu mér! Iiurðin er læst, ég kemst ekki út, og ég finn ekki fötin mín —!« Lotta linti á sprettinum, þegar hún heyrði hljóðin, og er hún sá Rúnu á nærklæðunum, halla sér út um opinn gluggann, þóttist hún sjá að all mikið lægi við. Hún sneri því þvert úr leið og hljóp í spretti upp að húsinu. »Hvað sagðirðu?« hrópaði Lotta. »Ég heyrði það ekki.« »Eg er lokuð inni!« kallaði Rúna. »Það er búið að loka mig inni. Findu hana Soffíu, og segðu henni að opna!« Það kom hik á Lottu. Að vísu var hún fús til þess að koma Rúnu til hjálp- ar, en hugur hennar hvarflaði ósjálfrátt til frú Steinvarar, og seinasta samfund- ar þeirra, og þótti Lottu þá ekki árenni- legt hlutverkið, sem Rúna litla fékk henni í hendur. »Gerðu það, Lotta!« kallaði Rúna aft- ur með vaxandi ákefð. »Ég — ég er svo ókunnugk stamaði Lotta vandræðaleg. - En Rúna heyrði það ekki sem hún sagði. »Ég vil ekki vera hérna inni lengur æ, góða Lotta, hjálpaðu mér!« hróp- aði Rúna hástöfum. Það var komið gráthljóð í rödd henn- ar og vissulega tók Lottu sárt til hennar en atburðirnir daginn áður, tóku á sig þvílíkan tröllaham í huga hennar, að hún treysti sér alls ekki til þess að verða viö grátbeiðni Rúnu litlu, og það var titrandi rödd, sem bar svarið upp í gluggann til Rúnu. — »Eg þori það ekki Rúna mín!« Það var ógnarlegur vonleysis blær á látbragði Lottu, þegar hún gaf Rúnu litlu þetta svar, en í sömu andránni hvarf Rúna jafn skyndilega frá glugg- anum, eins og þegar slökt er á ljósi. Lotta starði forviða upp í gluggann, en hún vissi heldur ekki að herbergishurð- inni hafði verið lokið upp, og þegar Rúna leit við, sá hún engan annan en hana frú Steinvöru, frænku sína, standa í dyrunum og horfa á hana fremur ó- blíðum augum. »Því hangirðu út um gluggann í nær- klæðunum, barn?« voru fyrstu orðin hennar við Rúnu, og þau voru alt ann- að en hlýleg. »Heldurðu að það sé sam- boðið siðuðu barni? Það ganga margir fram hjá húsinu, og geta séð þig.« Rúna litla hvarf í snatri frá gluggan-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.