Ljósberinn


Ljósberinn - 19.08.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 19.08.1933, Blaðsíða 5
L JÖSBERINN 233 ið fylstu virðingu fyrir henni. Og um kvöldið gekk hann til hennar með staup- ið sitt, og bað leyfis að mega kaila hana »frænku«, og unga frúin leyfði honuin það brosandi og umberandi um leið. Hún hafði ekki hinn minsta grun um, að bað var af ásettu hirðuleysi og fyrir- litningu, að hann hafði aldrei vikið tali sínu beinlínis að henni á undanförnum vikum. »Finst þér ekki skemtilegt hérna, mamma?« spurði Matta. Hún var búin að taka eftir því fyrir löngu, að þreyta skein út úr svip móður hennar, vildi hún því ekki, að hún yrði neydd til að leika aftur að loknum kvöldverði. »Finst þér vera eins skemtilegt nú, og þegar þú á yngri árum spilaðir heima hjá afa?« spurði Matta ósköp ástúðlega og var ant um að vita, hverju móðir hennar svaraði. »Mér finst næst um skemtilegra núna, það er svo gaman að spila aftur, og sjá. ykkur svona glöð.« »Ö, mamma, ég vildi óska, að við ættum slaghörpu (Klaver). Þá gætir þú kent okkur að spila.« »Mér þykir reglulega leitt að geta ekki lært að spila,« sagði Þyrí. »Eg lærði að spila í skólanum, og fékk verð- laun fyrir það, að ég léki bezt. Það er alveg óþolandi að eiga ekki slaghörpu. Iieima eigum við hið ágætasta hljóð- færi það kostaði 2500 krónur. Það stend- ur í rauða salnum. En við eigum líka annað gamalt, sem við æfum okkur á. Það stendur í herberginu ráðskonunnar, og á því hömrum við af öllum kröftum, einkum þegar jómfrúin er rauðfreknótt í framan. Það verður hún af ergelsi, þegar mamrna hefir skammað hana. Þá borgar hún fyr-ir sig með því að skamma Idu, herbergisjómfrúna, og svo okkur. Og þá hlæjum við og skríkjum og syngj- um og leikum á hörpuna, svo að hún verður alveg ær af reiði, og nærri liggur að hún rifni. Ö, það getur enginn hugsað, hvað við hömumst á þeirri slag- hörpu, og hvað ráðskonunni er meinilla við það verkfærik Prófastsfrúin var nú komin til þeirra og mælti: »Það er nú ekki meira en svo fallegt, sem þú ert að segja frá, Þyrí. Það er ljótt að segja þetta um hana Línu gömlu, sem er jafn þolinmóð og tryggur rakki, og heldur ölln í réttu horfi þar á heimilinu. Þið ættuð ekki að gera henni erfiðara fyrir og plága hana með katta- söngnum ykkar.« Þá datt prófastsfrúnni gott í hug. Iiún vissi, hvar slagharpan myndi valda meiri gleði, og einn góðan veðurdag var hún flutt heim í Rósagarðinn. Upp frá þeirri stundu vissu þau þó að minsta kosti, hvar Pétur litli var niður kominn. Það var eins og hann væri tjóðraður við slaghörpuna. Hann gat haft upp á lögum, og á þeim klifaði hann svo kappsamlega á hörpuna, að nærri lá, að hann ætlaði að æra alla f jölskyld- una með þessu glamri sínu. Hann var heilan klukkutíma að hamra þessar hendingar á hörpuna: »Komdu, litla drósin mín og dansaðu við mig.« Honum fipaðist að vísu fyrst, en áður en lauk, var hann blátt áfram orðinn hrifinn af þessu spilverki. Hann gleymdi öllu í kring um sig, og söng orðin með hörpunni, ýmist ljúft og laðandi, eins og nú ætti að seiða til sín álfamær, en annað veifið grenjaði hann af öllum kröftum, svo að hann varð blár og rauður í framan. Stundum lék hann: »Hinn káti koparsmiður« eða: »Ein- man er ég, en samt ekki einn«, og aðrar vísur, sem hann mundi eftir frá líru- kössum eða harmoniku. Það hefði verið hlægilegt, ef einhver hefði á því augna- blikinu beðið hann að gera fyrir sig handarvik. Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.