Ljósberinn


Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 2
246 LJÖSBERINN Jesús pagði. »En Jesús svaraði alls ekki fram- ar, svo að Pilatus undraðist.« — Mark. 15, 5. 1 Jesú leið illa. Gyðingar lugu upp á- kærum og sökum á hann. Lýðurinn æpti og hrópaði. Ilvert orð var synd, hvert óp var sök. Og' þess vegna hrygð- ist Jesús, og hrygð hans var svo djúp, að hann bagnaði og reyndi ekki að verja sig'. Mér líður oft illa, þegar ég heyri blót. Eg geng um götuna. Fullorðinn maður blótar fyrir aftan mig. Drengur kemur hlaupandi og blótar. Stundum nem ég staðar og ávíta drengi, sem blóta. En stundum gefst ég alveg upp, verð orð- laus og þegi. Þá líður mér illa. Og þó er ég aðeins syndugur maður. En Jesús Kristur, heilagur og lýtalaus Guðs son- ur, hvernig líður honum? Hann þegir líka. En hryggur er hann — »sárhrygg- ur alt til dauða.« Þú, sem blótar! Jesús er hryggur, og það er þér að kenna. Ef þér þykir vænt um Jesúm, þá hættu að blóta, og það strax í dag! Biddu hann að fyrirgefa þér og hjálpa þér til að hætta blótinu. M. R. Sjá Jesú með fingrunum. LítiII drengur, mórauður á hörund, sem Mani hét, kom einu sinni í þorp, þar sem kristniboðsskóli var haldinn. Hann hafði aldrei séð hús, tré, mann né neitt annað. Mani var blindur. Einn af hvítu kennurunum hafði hitt hann í smáþorpi, og haft hann með sér þaðan. Um kvöldið hlýddi Mani á, þegar hin börnin voru að syngja, og heyrði undur- samlega sögu úr bók, sem nefndist Biblía. Sagan var um mann, sem hét Jesús; hann gat opnað augu blindra manna. »Eg vildi óska, að ég gæti fundiö Jesúm,« hugsaði litli, blindi Mani með sér. »Hver veit, nema hann gæti snert augun min líka, svo að ég geti fengiö að sjá?« Og svo sagði hann kristniboðanum frá þessu. »Veiztu það, Mani,« sagði kristniboð- inn, »sá dagur getur ef til vill runnið upp, að þú getir fengið að sjá Jesúm með fingrum þínum.« »Séð Jesúm með fingrunum?« sagði Mani næsta undrandi. »Hvernig getur það orðið?« Kristniboðinn kvaðst eigi vilja gera honum grein fyrir því að svo stöddu, hann skyld-i aðeins bíða með þolinmæði og keppast við, því að nú ætti að kenna honum að lesa. Mani botnaði ekki vitund í þessu. En er honum var fengin plata nieð upp- hleyptum bókstöfum, sem hann gat þreifað um, þá varð hann ákaflega iðinn. Og áður en langt um leið, lærði hann að lesa, svo kappsamur og iðinn sem hann var. Svo bar það til einu sinni, að kristni- boðinn kom til Mani með stóra bók. »Nú getur þú fengið að sjá Jesúm með fingrum þínum,« sagði hann. Mani þreifaði á bókinni og fann, að hún var með upphleyptu letri, og mörg- um sinnum stærri en bænabókin, sem hann hafði haft áður til að lesa í. Og hann fann óðara nafnið: »Biblían«. Þa vafði Mani hana örmum og kyssti hana. Hann varð svo himinglaður, að hann gat varla orði upp komið. En loks fékk hann þó sagt þetta: »Einu sinni gerði Jesús blinda menn sjáandi á augunum, en nú hefir hann gert mig sjáandi með fingrunum.« ----*~*e»e»*——

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.