Ljósberinn


Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 151 undan því að taka þátt í skógarhátíð- inni. Hans sonur klæðskerans hafði lán- að honum bók, sem nefndist: »Fimm bláberin« og á henni ætlaði hann að hressa sig í stað þess að tína ber. Fyrri hluta dagsins hélt hann hátíðlegan meo því að sofa til hádegis. Nú voru allir ferðbúnir. »Hefir nú ekkert gleymst?« »Nei ekkert.« »Og það getur víst varla heitið, ■— pannan hefir gleymst, sem á að mat- reiða á. Það er nú hvorki meira né minna.« Pétur þaut auðvitað til baka og kom aftur með pönnuna framan á sér eins og forklæði. »Karfan — Pétur, hvar er karfan með jarðeplunum?« Pétur brá hönd að enni, þó höndin væri svört. Körfuna hafði hann sett á bak við brúðuhúsið, til þess að hann skyldi ekki gleyma henni. Nú var ekki um annað að gera en að þeytast eftir henni. Hann kom aftur að vörmu spori, með körfuna bundna á bak sér, á þann hátt, að þegar hann þurfti að beygja sig niður til að tína berin, sem hann í sömu andránni kom auga á, þá ultu öll jarð- eplin niður yfir höfuð honum og herð- arnar og ofan á brekkuhallann. »Það er alveg ómögulegt að komast úr sporunum, þegar Pétur er með í för- inni, það er alveg víst,« sagði Matta. »Varaðu þig á að gera alt of lítið úr minni persónu, Matta, á meðan ég og steikarapannan erum eitt, því að viljir þú ekki hætta þessu,, þá erum við bæði horfin, pannan og ég. Taktu eftir að ég segi »við«, sagði hann og snéri sér við, rétt eins og hann hefði í hyggju að fara heim aftur. »Æ, nei, Pétur, þú mátt nú um fram alt ekki fara leiðar þinnar,« hrópuðu þau öll einum munni og alla leiðina sýndu þau svo Pétri stökustu kurteisi Maja kom úr fjósinu með »Augna- yndi«, hún bar í sér mjólkina, hún kæra ljúfa »Augnayndið« sem slóst í förina með glöðu, en ekki eiginlega yndislegu stökki, og hélt sig að Maju, því hún bar svuntu sína fulla af sáði, að hún var eins og hnöttur á að líta. Þetta sáð eða hrat átti »Augnayndi« að fá. Litla »Mjallhvít« trítlaði með þeim líka. Það var enn allsvalt í lofti, og létt og hvít þoka lá yfir jörðinni; en er þau komu út af völlunum inn í skóginn þá létti upp þokunni. — Og nú kom sólin þegar upp, svo heit og geislandi. Það var eins og hún brosti við hverju tré og steini, já, við hinu minsta blómi eða furunál. Þokan hafði frá því árla morg- uns breitt silfurslæðuna sína á skóginn allan og eftir því sem hún hvarf fyrir veldi sólarinnar, þá var eins og hún hefði sáð glóandi demantskornum á hvert grasstrá og hvern skógarkvist — svona glóðu dag-gardroparnir og gneistu fyrir sólargeislunum. — Og hinn fíni, silkilétti köngulóarvefur, sem ofinn var milli trjáa og runna, — »slæða álfakvennanna«, sem börnin svo kölluðu — keptist á við blóm og blöð að tindra. Börnin fóru að syngja: »1 austri renn- ur signuð sól«. Barnaraddirnar bárust svo glaðlega upp mót heiðum himninum. Frh. -----*>«<«------ ITin munnliöi'iiuiifu Petta litla og skemtilega hljóðfæri, sem hefir glatt svo marga menn og verið uppá- hald barna og unglinga um langan aldur, var fyrst smíðað af leikfangasmið 1 Trossingen á Þýzkalandi fyrir rúmum 100 árum. Vinir hans, og einkum börnin, voru svo hrifnir af þessu nýja hljóðfæri, að hann varð að smíða handa þeim öllum. Sá hann þá, að þetta gat orðið verzlunarvara, og brátt voru öll börn í bæn- um með hörpu í munninum. En það hefir smiðinn líklega ekki grunað, að þetta einfalda hljóðfæri mundi ná ú/tbreiðslu um allan heim og gleðja börnin kynslóð eftir kynslóð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.