Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 09.09.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 255 [Frh.] Soffía hafði kunnað hverjum deginum betur við sig í herberginu. Það var vistlegt og aðlaðandi, með ljós- leitu veggfóðri og hvíttum gluggatjöld- um fyrir vel skygðum rúðum, en í gluggakistunni stóðu tvö uppáhalds- blómin hennar, Ijósrauð nýútsprungin rós og nellika, alsett fannhvítum blóm- um. Blómin teyguðu sólargeislana ó- spart og miðluðu litla herberginu örlát- lega angan sinni og fegurð. Oftsinnis hafði Soffía skemt sér við að virða fyr- ir sér vöxt blómanna og framfarir þeirra, hvernig sólardagarnir kölluðu á fleiri og fleiri blómknappa og brum, og stundum fanst Soffí-u blómin vera lif- andi verur, sem horfðu á' hana og heyrðu aðdáunarorð hennar, er hún stóð hjá þeim og teygaði að sér sæta ilminn þeirra. Þegar allra bezt lá á húsmóð- urinni, hafði hún hælt Soffíu fyrir það, hve vel hún hirti um þessi tvö blóm, sem einhverra hluta vegna höfðu ekki hlotið rúm í stofugluggunum, og frúin því falið Soffíu að sjá um þau. Og bless- uð blómin höfðu ríkulega launað henni fyrirhöfnina. Og þarna stóð rúmið þennar, með hvítri ábreiðu, og varpaði svo einstak- lega heimilislegum hlýindablæ á her- bergið. Á þilinu fyrir ofan það hengu 'fáeinar ljósmyndir og bréfspjöld, og á lítilli hornhyllu stóð blómsturvasi, fullur af puntstráum, sem Rúna litla var ný- lega búin að tína handa henni. Ábreiðan á eikarmálaða skápnum fyrir aftan rúm ið var einnig gjöf frú Rúnu, og myndin af henni í silfurumgerð var sumargjöf frá Rúnu. Myndin stóð á skápnum, — Soffía mamdi á; hana tárvotum augum. Barnsandlitið á myndinni brosti hýrt við henni, og Soffía tók myndina og lagði hana upp að vanga sér. — »Elsku, litla stúlkan mín!« tautaði hún við sjálfa sig. »Erfiðast verður þó að sjá af þér!« Hún fór því næst að tína saman fögg- ur sínar, og ganga frá þeim í gömlu »hálfkistunni«, sem hún hafði fengið í tannfé. Langrar stundar verk var það reyndar ekki, því það var ekki um auð- ugan garð að gresja hjá Soffíu. Sein- ast gekk hún frá yfirsænginni sinni, og lét hana ofan í sama pokann og hún hafði fluzt í inn á heimilið. Rúmið stóð autt og snautt við þilið, eins og bæjarrúst, sem allir hafa yfir- gefið, þegar samverkastúlka Soffíu kom blaðskellandi inn í herbergið. Hana rak í rogastanz, þegar hún sá, að Soffía var búin að tína dót sitt saman, eins og að hún væri á förum. Hún staðnæmdist á miðju gólfinu, studdi höndum á síður og góndi fram- an í Soffíu. »Hvað er eiginlega á seyði, ef ég má spyrja?« spurði hún svo. »Ertu eitthvað verri? Ekki nema búin að troða rúm- fötunum þínum ofan í poka, ha, ha, ha!« En Soffía gat ekki tekið neitt undir glens hennar. Steinþegjandi hélt hún áfram að ganga frá föggum sínum og setja sitt hvað smávegis ofan í dálitla

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.