Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 09.09.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 257 »Bæn Frækorna.« Kceri Guð faðir í himnanna hœð, af hjarta ég þakka — ég finn mina smœð — að englarnir góðu, þéir gætt hafa mín. Gef mér að vera til eiiífðar þín. Hjálpa mér, Jesús, að hdgast þér nú; heiminn að varast, en reynast þér trú; í dag að ég fái hér dásamað frig, dýrðlegi Jesús, sem leiðst fyrir mig. »Frœkornið« litla, sú svananna sveit, syngur þér lofgjörð, vill efna sín lieit. Að starfað við fáum í staðfastri trú, styrk þú o-ss, Drottinn, og hœnheyr oss nú. Jólis. Sig. i sambandi við Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri starfar lítill flokkur smámeyja að kristniboðsmálum með því að æfa söng og gítarspil og skemta með því á fundum. Einn- ig koma þær saman I saumatíma við og við, og selja svo á »bazar« það sem þær sauma, kristniboðinu til styrktar. Pær kalla þenna félagsskap sinn »Frækorn«. Ljóðin hér að ofan hefir forstöðumaður kristniboðsstarfseminnar þar nyrðra, herra Jóhannes Sigurðsson, ort fyrir litlu smámeyjarnar. Heimilið í rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. [Frh.] Maja hljóp til móður sinnar og- Augnayndi og Mjallhvít komu auð- vitað á hælunum á henni. »Mamma, ég er svo létt og glöð, rétt eins og ég hefði vængi,« og svo vafði hún móður sína örmum, og mamma hennar hrýsti henni svo fast að sér, að hún ætlaði varla að geta náð andanum, og mátti það heyra á mæli hennar. Pétur var nú í fyrstu reglulega mein- legur að vanda. Hann fann nú upp á því, að kalla Augnayndi »Sören«, eftir karlinum, sem kom á morgni hverjum með mjólkina frá prófastsgarðinum, rétt eins og þau væru ekki svo ólík, Augnayndi og' þessi ófríði, gamli maður! »Er það máske ekki eðlilegt, að ég líki þeim saman; bæði færa þau okkur mjólk, er það ekki?« spurði Pétur. »Ég skal að minnsta kosti sjá um, að annað þeirra láti þig ekki hafa einn einasta dropa af mjólk!« svaraði Maja af sárum hug. En hvað sem um þetta var eða ekki, þá er það víst, að þegar þau komu út á grundina, þar sem kofi viðarhöggv- arans stóð, þar sem bera skyldi mál- tíðina, þá varð það að samkomulagi með þeim Pétri og Maju, að hún fékk steikarpönnuna afhenta gegn því, að Pétur fengi jafn mikla mjólk og aðrir. Mamma þeirra stóð í kofanum og bjó til kaffi, en Edvard var latur og leidd- ist að tína rauðberin, og kom því og bauðst til að hjálpa henni. Helzt vildi hann bera á kaffiborðið, til þess að geta við það tækifæri laumað upp í sig fáeinum af litlu og góðu kökunum; en öll hin börnin voru á víð og dreif úti í skóginum. — Alstaðar urðu fyrir þeim stór, dökkgræn svæði, alvaxin rauð- berjalyngi; á greinunum héngu þungir, dökkrauðir berjaklasar svo þétt, að sá, sem tíndi, gat lagzt niður með ró og spekt og fengið báða lófana fulla í einu af fullsprottnum og fögrum berjum. Þau þreyttust ekki að hlaupa úr ein- um stað í annan. Pétur reif bæði fbll- sprottin ber og grænjaxla af lynginu, og í óðagotinu reif hann stundum blöð með. Honum gekk þetta leikandi, svo að hann fylti körfuna sína tvisvar, en hin gátu ekki fylt sínar nema einu sinni. Og' þegar hann var að ljúka við að fylla körfuna í annað sinn, kom hann með þá frétt, að kaffið væri tilbúið. Og þau þustu öll til Péturs svo skyndilega, til

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.