Ljósberinn


Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 2
LJÓSBERINN 262 Lykil-myndin. Uppi í Seljadal í Noregi er einkenni- legt minnismerki, grafið í klett. Það er mynd af lykli, krotuð í hamar, sem stendur upp með háum fossi. Þessi einkennilega mynd hefir staðið þarna meira en heilan mannsaldur, að því er kunnugir herma. Segir sagan, að ung kona hafi mist einkason sinn í fossinn. H-ann hafi farið þangað til að veiða, en rasað á flúðunum og dottið í ána. Móðirin, sem stóð heima á sel- vellinum, heyrði neyðaróp drengsins og hljóp til hans, en kom of seint. Straum- urinn hafði hrifið piltinn með sér og steypt honum fram af fossinum. Menn komu úr grendinni og leituðu hans dög- um saman, en hann fanst ekki. Hugðu menn að líkið hefði fest milli steina í árbotninum og ekki losnað þaðan. Sem nærri má geta, varð sorg mikil í selinu. Vesalings móðirin fór á hverj- um degi út að ánni, sat þar og starði út í fossinn. Hún hafði að vísu mikl- um störfum að gegna í selinu, en gaf sér þó góðan tíma til að sitja undir hamrinum og horfa á hina votu gröf sonar síns. Oftast nær var hún með prjóna sína. Og á meðan hún sat þarna og prjónaði, var hún að hugsa um hann, sem hefir »lykla dauðans og Helj- ar«. Þessi orð Opinberunarbókarinnar (1, 18.) urðu henni til mikillar huggunar. Fossinn skyldi ekki fá að halda fórn. sinni. Konungur lífsins hafði unnið sig- ur á dauðanum, með því að ganga sjálf- ur í dauðann. Gegnum-stungnar hend- urnar geta opnað hlið Heljar. Ha'nn hef- ir sjálfur lyklana. En sigurinn á Gol- gata nær lengra en það. Sigurvegarinn mikli hefir líka lykla himnaríkis. Og innan skams mun hann opna hliðið og hrópa: Komið, blessuð börn Föður míns og eignist ríkið, sem ykkur var fyrir- búið frá upphafi veraldar. Um þetta var hin syrgjandi móðir að hugsa, og það varð henni til fullkom- innar huggunar og sællar gleði. Og nú óskaði hún að aðrir mættu koma auga á það, sem varð henni til svo mikils fagnaðar. Þess vegna tók hún til og krotaði með lausa prjóninum lykilmynd í bergið. Þessu hélt hún áfram í hvert sinn, er hún kom út að ánni og sat und- ir hamrinum með prjónana sína. Og um haustið þegar hún flutti heim úr selinu, var myndin fullgerð — greinileg lyk- ilmynd í berginu, sem aldrei skyldi verða afmáð. - Reynum að líkjast þessari konu í því, að hugsa sem oftast um það, sem Jesús hefir gert fyrir okkur. Þá munu hjörtu okkar fyllast fögnuði, og þá fer okkur að langa til að gera eitthvað, sem geti bent öðrum upp til hans, — eitt- hvað varanlegt, sem ekki skolast burtu þó að vatnsflóð belji og stormur blási. Evg. Á. Jóli.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.