Ljósberinn


Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 265 »Já, það datt mér í hug, litli vinur,« svaraði skipstjóri henni. »0g heyrðu, pabbi. Ég fann í einum klefanum veikan háseta, og mig langar til að hann verði fluttur í betri klefa.« »En góða barn — « tók herra Lester til máls. »Talaðu nu ekki svona, pabbi minn,« sagði litla stúlkan ismeygilega. »Pú veizt, að það er afmælið mitt. Og bessi veiki háseti er svo ungur, að hann getur varla kallast maður. Og svo er hann Ameríkumaður í tilbót.« »Mér þykir bað vissulega mjög leið- inlegt, Hildur mín,« svaraði Lester. »Jæja, það er bezt, að bú komir með mér til hans,« sagði Hildur litla og tók í hönd föður síns. »Ég ætla að koma líka,« sagði skip- stjóri brosandi. »Jón gamli varð steinhissa, er hann sá gestina koma inn í klefann. »Hvernig líður sjúklingnum yðar, Jón minn?« spurði skipstjóri. »Hvorki betur né ver, sýnist mér, en læknirinn segir, að það gangi vel.« Rétt í þessu kom læknirinn inn, en nam staðar við dyrnar, er hann sá gest- ina, er fyrir voru. »Sjáðu, pabbi, þarna kemur læknir- inn! Spurðu hann nú, hvort sjúklingn- um muni ekki betra að vera í öðrum klefa.« Læknirinn leit á herra Lester og ypti öxlum eins og hann vildi segja, að það væri það auðvitað, en hann gæti ekki séð, hvernig því yrði við komið. »Halló!« kallaði nú sjúklingurinn. »Slakið á línunni þarna! 0, pabbi, ég gefst upp á þessu!« Herra Lester hrökk við og náfölnaði. »Komið hingað með ljósið!« sagði hann — hikandi og óskýrmæltur. »Mig langar til að sjá framan í hann!« Jón gamli hlýddi og hr. Lester gekk nær sjúklingnum og beygði sig yfir hann. »Það — það er hann!« kallaði hann og reikaði aftur á bak og hné niður á stól Jóns gamla. Stundarkorn þagði hann, en svo leit hann upp og sagði: »Herra skipstjóri, þessi ungi maður er sonur minn. Hann strauk heiman að, þegar hann var fimtán ára. Pað var mér að kenna — ég knúði hann til þess. Ég var altof strangur við hann. Móð- ir hans var nýdáin. Ég ætlaði að neyða hann til að vinna í verzlun minni, en hugur hans var allur við annað. Hann var efni í góðan málara, en ég reyndi að útrýma hjál honum lönguninni til þess. Eg — ég hefi verið harður — og ágjarn. En nú, er ég sé hann þarna, vildi ég gjarna gefa helming eigna minna, til þess að fá hann heilbrigðan heim með mér.« Veiki hásetinn var nú fluttur í rúm- an og loftgóðan fyrsta-farrýmisklefa og Jón gamli fékk skipun um að vera hjá honum og gæta hans. Hildur litla, sem ekki var nema þriggja ára, þegar bróðir hennar fór að heiman, átti fyrst ómögulegt með að skilja, að ungi hápetinn væri bróðir hennar. En þegar hann hrestist svo, að hann þekti bæði hana og föður sinn, þá varð enginn glaðari en Hildur lifla. Hörðu drættirnir í andliti hr. Lest- ers mýktust líka af gleði. »Harry,« sagði hann ástúðlega og laut ofan að syni sínum. »Nú verður þú að koma með okkur heim og vera góður sonur minn aftur. Og — og svo verðum við að finna gamla málaradótið þitt, og reyna að vinna upp tímann, sem við höfum glatað.« Drengurinn svaraði ekki, en lagði

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.