Ljósberinn


Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 6
LJÖSBERINN 266 hendurnar um háls föður síns og brosti þakklátlega. Nú er Harry frægur listamaður heima í landi sínu, og fer nú ekki á sjóinn nema að sumrinu, á fallegum skemtibát, sem hann á sjálfur. Jón gamli er hættur sjómensku og hefir nú góða stöðu hjá hr. Lester. En aldrei verður hann kátari, en þegar hann fær að sigla með Harry. Þá tala þeir saman um atburðina á sjónum fyrir löngu síðan. Og það er erfitt að segja, hvor þeirra er ánægðari. Heimilið í rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. 9. KAPITULI. Slysadagur. Potturinn stóð yfir eldinum, og þar sauð og vall í rauðberjunum. I miðjum pottinum hrúguðust berin upp i háan topp, sem allt af þrútnaði meir og meir; síðast fanst börnunum strókur þessi líkj- ast eldfjalli, sem væri að gjósa, sem færði heila borg í kaf með hnigandi. glóandi hraunleðju. Það var ótrúlega áhrifamikil sjón! Þær Þyrí, Maja og Matta stóðu og einblíndu ofan í pottinn. Matta hélt á gríðarstórri sleif í hend- inni, við búin að láta til sín taka, ef eldgos kynni að verða, svo að hætta væri á, að það spýttist út yfir eldavél- ina; en frú Steiney var að skera gull- eplahýoi og á meðan var hún að segja þeim frá borgunum Herkúlanum, og Pompei og Napólí og Vesúvíusi, eldfjall- mu fræga. Þa spyr Pétur: . »Hafið þið heyrt, að einu sinni var hundur, sem beit sjö ketti til bana?<< Pétur var að koma inn með ákafa mikl- um og varpaði frá sér tómri fötu. Hann hafði farið út í fjósið með mat handa grísnum, sem »Fótlaus« var nefndur. »Hvað ertu að bulla? Nei, því trúi ég ekki — það er ósköp að heyra slíkt,« sögðu telpurnar sem einum munni. »Jæja, ég hefi aldrei heyrt það held- ur; en spyr sá» sem ekki veit.« »Svei, Pétur,« sagði Maja til að setja ofan í við hann, og var eins og það kæmi flatt á hana, að 7 kettir væru til á lífi. »Hvaðan hefir þú þessa lok- leysu?« »Gerðu svo vel að láta mig vera í friði,« hrópaði Þyrí og gekk aftur á bak því að Pétur kom með stækkunargler, sem hann hafði illu heilli fyrir fjölskyld- una fengið hjá Gústaf, og bar það fast að eyranu á Þyrí. »1 nafni vísindanna bið ég þig nú að standa kyr,« hrópaði Pétur og þreif í handlegginn á henni. »Ég ætla mér að sjá, hvernig hlustargöng í eyra líta út, þegar þau eru stækkuð þúsund sinnum. »Hver ósköp eru að sjá þettak hrópaði hann og hljóp mörg skref til baka, »þetta er það ógeðslegasta, sem ég hefi nokkurn tíma séð. Þú hefir svo stór hlustargöng að glyrnurnar í henni »Augnayndi« dygðu ekki til að troða upp í þau. Hann færði nú glerið að Maju. »Þú verður að halda höfðinu graf- kyrru,« æpti hann til systur sinnar »ég ætla að segja þér þá, sögu, að þínir »gullnu lokkar«, sem Edvard var að skrifa um á afmælisdaginn þinn, eru nákvæmlega til að sjá, eins og þeir væru gyltir höggormar.« »Svei, Pétur, en hvað þú ert slæm- ur strákur! Ég skal taka stækkunar- glerið þitt við fyrsta tækifæri og kasta því í brunninn; það er hvqrt sem er ekki nema til ills eins. Á morgun situr þú og snýr upp á lappirnar á þér til þess að geta horft á skósólana þína gegnum glerið í stað þess að taka sokkana þína og skóna til að fara í þái í hendingskasti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.