Ljósberinn


Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 2Ö7 Og aldrei stagar þú í g'ötin á olnbog- unum á þér eða á hnjánum, en það gerð- ir þú þó stundum áður, áður en þau urðu stærðargloppur; Nú situr þú bara eins og klessa og glápir á þau í gegn um þetta bannsett gler, eins og þau séu ekki nógu stór án þess„« »Ertu þá svo skilningssljó, að þú getir ekki gripið, hve ég hefi mikla gleði af glerinu? Ég sit og horfi á götin, og þykir það svo leitt, eins og ég hefði orðið »augnayndinu« þínu að bana, og frek- lega það.« »Já, þú ættir nú bara að ráðast í það!« tautaði Maja. »Og svo finnst mér, að gatið vera svo stórt,« sagði Pétur enn, og beindi gler- inu gegn systur sinni. »En þá set ég það undir stækkunarglerið, og bux- urnar verða hreint óhæfar, alveg' eins og þær væru ofnar úr þráðarslitrum, og þá skelfir mig sú hugsun, að þær séu með öllu frá. En þegar ég tek glerið burt, er gatið tiltölulega lítið á hinum fínofnu buxum. Viltu lofa mér, Matta, að skoða vitund nánar freknurnar á nefinu á þér?« Matta hló og sagði: »Þú ert alveg ótækur, Pétur!« Rak svo nefið í glerið, svo að það datt á gólfið: »Er Pétur litli þái í rifnum buxum?« spurði frú Steiney, án þess að snúa sér við. »Nei, þær lágu heilar á stólnum mín- um í morgun, mamma! Það vildi til í morgun, þegar ég var að láta hænsnin inn, aö ég varð að klifra upp eftir »greifafrúnni«, sem við svo köllum.« Og Pétur leit á móður sína með svo al- varlegu og hryggu bragði, að engum gat »Jæja, drengur minn,« sagði móðir dottið slíkt í hug um hann. hans ógn rólega. »Það er verst fyrir þig sjálfan, því að nú verður þú að ganga í bættum buxum.« »Sjáið þér stóra sverðið, sem hún mamma brúkar!« og brá glerinu yfir hnífinn, sém mamma’ lians lagði frá sér rétt í þessu. Litlu stúlkurnar tóku nú ofan pottinn ; með brennheitu berjamaukinu og settu hann út öðrum megin við tröppuna. —; Maja og' Þyrí gengu síðan út til að safna eggjum, því að hænsnin voru að kvaka fullum hálsi. Móðir þeirra bað Pétur að skola af kartöflum til miðdegisVerðar. Að því búnu opnaði hún dagstofuhurð- ina til að sjá, hvað klukkan væri. Hún var dálítið óróleg út af Jóhannesi, sem farið hafði niður á vellina til að sækja síðustu rauðberjakörfuna. Hjáleigu- bóndinn hafð'i sótt allar körfurnar um leið og hann fór inn í skóginn eftir eldi- við, og sett þær á vellina við skógarjað- arinn, og þangað sóttu svo börnin þær smám saman. Nú var ekki nema ein eftir, og Jóhannes hafði einmitt farið að sækja hana. »Ertu þreytt, mamma, eða leiðist þér eitthvað?« spurði Matta. Hún var búin að taka mjólkurfat'niður af hyllunni. Veiddi húij rjómann fyrst ofan af, en ætlaði síðan að sjóða graut úr mjólkinni. Mamma hennar hafði sezt vio saumaborðið. »Nei, ég er ekki þreytt né leið af því, en ég get ekki skilið, hvað orðið er af Jóhannesi.« »Þér finst Gústaf vera mesti ónota- gepill, einkum við Jóhannes?« sagði Matta. »Ekki máske beinlínis það, en harður samt og óþjáll. Mér finst svo þungt til þess að hugsa, að hann hefir nú bráð um verið hér alt sumarið út, og hefir eigi breyzt hið minsta til batnaðar allan þann tíma.« »En hugsaðu þá til Þyrí,« sagði Matta mömmu sinni til hughreystingar, um leið og hún setti mjólkurpottinn yfir eldinn. »Það er eins og hún sé alt önnur

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.