Ljósberinn


Ljósberinn - 23.09.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 23.09.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 271 leynt okkur þessu og látið okkur halda, að það væru rotturnar, sem hefðu bitið kjúklingana til bana?« »ó, mamma,« sagði Pétur, »ég var í alt sumar búinn að óska mér, að ég mætti eignast þetta gler. Eg þagði altaf eins og steinn, þegar talað var um kjúk- lingana; en þetta hefir gengið mér svo nærri, að ég er búinn að einsetja mér að skila honum glerinu aftur í dag og segja þér síðan upp alla söguna. Og hann skal fá það undir eins og hann kemur heim.« »Hvar er hann?« spurði móðir hans með svo mikilli ákefð, að Pétur varð lafhræddur. »Hann fór með byssuna sína og gekk út í skóginn, til að skjóta til marks.« »Hafðu gætur á miðdegismatnum, Matta, ég kem máske ekki undir eins aftur,« sagði frú Steiney. Hún setti á sig hattinn sinn stóra, og fór út á vell- ina, að því er Möttu virtist. Matta stóð nú aftur við eldavélina og hrærði í pottunum. Hún var ögn áhyggjufull í bragði og innan skams fóru tárin að renna niður vangana. Mamma hennar var hrygg, en hvers vegna? Henni varð skyndilega bilt við og svo skelkuð, að hún misti sleifina niður á heita vélina. Pétur hafði sprott- ið svo hart á fætur, að afhýddu baun- irnar ultu niður veggsvalatröppuna og í sama vetfangi rak hann upp hljóð og siðan hræðilegt öskur, svo að nærri lá, að blóðið ætlaði að storkna í æðum Möttu. Hún hentist út og sá Pétur, tryltan af hræðslu og sársauka, dansa um á fótunum, öllum útmökuðum í rauðberja- mauki upp að knjám. En hvað hafði komið honum til að stökkva ofan í rauðberjapottinn með brennheitu maukinu í — því að það hafði hann gert, það duldist ekki. »Pétur, ó, Pétur, — hættu að skæla um stund — hvað á ég að gera, hvað á ég til bragðs að taka,« æpti Matta. Hún fór ósjálfrátt að færa hann úr sokkum og skóm, en hann barðist um og sparkaði í hana og' æpti, eins og hún ætlaði að gera út af við hann. I sama bili komu þær allar þjótandi, Maja, Pyrí, móðir þeirra og Lena gamla. Móðir þeirra varð náföl og sem steini lostin. — »Og þetta að auki,« sagði hún með sjálfri sér, en síðan sagði hún: »Matta, hlauptu niður á fátækrahælið og bið þú hann Hinrik undir eins, — hann er fljót- astur á fæti — að hlaupa til prófastsins og biðja um lyf við brunasárum — og« — hún ætlaði varla að koma upp orð- unum — »bið þú læknirinn að koma til deyjandi drengs.« — Síðustu orðin létu í eyrum sem örviln- unaróp. »Mamma, þú mátt ekki deyja frá okkur,« æptu Matta og Maja, báðar al- veg tryltar af hræðslu. »Hlauptu!« skipaði móðir þeirra, og hratt þeim næstum frá sér. »Það er Jóhannes, sem hér er um að ræða, ég er búin að bera hann heim — hann hefir verið særður — skotinn. — Maja, þú verður að merja hráar kartöflur, — þú hefir fyrri átt við brunasár, — vertu stiltur, Pétur, þær Þyrí og Maja hjálpa þér.« Meðan hún var að tala, hafði hún sem snarast klætt drenginn úr báðum sokk- unum. Fótleggir og fætur voru allir hlaupnir upp með brunablöðrum. Það fór hrollur um móður hans. »Veslings drengurinn, vertu hraustur og hugaður, ég verð að fara frá þér til Jóhannesar.« »Já, farðu bara, mamma,« stundi Pét- ur, »ó, en það er svo sárt. Ég sá þig koma með hann, og svo ætlaði ég að stökkva út og hjálpa þér — ó, ó, og svo datt ég í pottinnk

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.