Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 07.10.1933, Blaðsíða 4
280 LJÖSBERINN Til afa. Þú varst gjöf frd Guði góðum, afi kær! Þig skal muna, muna, meðan hjartað slær. Orð pín aldrei gleymast elskulega hlý. Vögguvísur þínar vaka hrjósti í. Hljóp ég, elsku afi, upp í faðminn þinn, hönd um háls þér lagði, höfuð þér við kinn. Þá var kyst á kollinn, hJappað vangann á. En hve hlítt þú brostir, bezti afi, þá. B. J. Yið viturn ---- Við vitum, hvert skal halda, vor hjálpari’ á undan fer og yfir torfærur allar á arnarvœngjum oss' her. Við vitum, að Guð er góður, gætum sem hezt að því — sem borgin í faðmi fjalla við faðmi hans hvilum í. Hann segir nú: »Óttist eigi, þótt andviðrin blási hörð, ég berst fyrir yður, ekkert að óttast er, litla hjörð, B. J, Heimilið i rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinglioff. »Það þarf ekki að bera götin þarna undir stækkunargler til að sjá þau,« sagði hann veikum rómi og brosti lítið eitt við. »Þú ert elskuleg hetja, Guð blessi þig, drengur minn,« hvíslaði, móðir hans ögn ástúðlega að honum, og laut niður að honum. Nú lá hann í stóra rúminu, þar sem Maja hafði áður verið. Lofther- bergið var nú alveg autt, og þar áttu stúlkurnar að sofa saman. Matta og Maja áttu að hjálpa mömmu sinni til skiftis og hjúkra Pétri á nóttunni. TIUNDI KAPITULI. Voðaskot? Allan þann daginn, sem slysið varð, sást ekki til ferða Gústafs, og enginn saknaði hans, enda þótt líklegt, að allir hafi haft hann í huga. Övildarhugurinn, sem Gústaf lagði á Jóhannes, fór vaxandi dag frá degi. I augum hans var Jóhannes ekki annað en veslings kveif, sem aldrei þyrði að bera blak af sér; hann væri alltaf að »kjánast við skepnurnar« og »vinna kvenfólksverk« og væri sí og æ að »leika dýrling«, og ynni sér það ein- göngu til »hróss«, að fara á fætur kl. 4 á morgnana, og færi þá að þylja lat- ínu, og það hálfhátt, svo Gústaf, sem hafði verið að lesa endirinn af sögunni »Rauða herbergið« langt fram á nótt, truflaðist í lestrinum og bað hann að fara norður og niður. En ekkert sárn- aði þó Gústaf meira en það, þegar Jó- hannesi barst þessi heiðarlega ósk hans til eyrna, þá leit hann upp úr bókinni og gekk út, hægt og hógværlega. En þetta varð til þess, að Gústaf kom varla dúr á auga allan morguninn!! Hann spratt þá fram úr rúminu, ragnandi af

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.