Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 07.10.1933, Blaðsíða 8
284 LJÖSBERINN fengið neitt að gera, en ég má ekki eyða timanum. Og ef þér getið ekkert gert fyrir mig, þá segið mér það strax, svo ég geti farið og reynt annars staðar. Ég get þvl aðeins stað- ið aðgerðalaus, að mér sé borgað kaup fyrir það.« Kaupmaður leit á klukkuna. »Hvenær getur þúíi komið?« »Komið? Ég <‘r kominn, og væri byrjaður að vinna, ef þér hefðuð sagt eitt orð í þá átt.« Nokkrum mínútum síðar var drengur far- inn að vinna, og hann leysti störf sín svo vei af hendi, að hann fékk siðar ágæta stöðu hjá þessum sama kaupmanni. ------------- Yernd. Guðs. Drengur, fjögra ára gamall, Karl að nafni, var að leika sér við opnar kjal!- aradyr. En er minst varði, stakst hann á höfuðið ofan í kjallarann. Og líklega hefði þetta orðið hans bani, ef ekki hefði viljað svo til, að hann datt ofan í stóra körfu, sem var ful! af hefilspónum. Fólkið hans komst mjög við, þegar það heyrði og sá þessa dásamlegu hjálp Guðs, og var lengi rætt um þennan at- burð. Þegar búið var að hátta Karl litla um kvöldið, og allir voru gengnir frá þonum, þá heyrði fólkið að Karl litli fór að tala við Guð, og sagði meðal annars: »Góði Guð, viltu ekki loka kjallara- dyrunum fyrir mig, svo að þær séu al- drei opnar, þegar ég kem að þeim. En gætir þú það ekki, þá bið ég þig að gera svo vel að láta spónakörfuna standa altaf þar niðri.« Förum með alt til Guðs, hvað sem okk- ur liggur á hjarta. Hann elskar okkur og er fús að heyra bænir okkar. / ---------------—- Trúi pjónninn. 1 einum söfnuðinum, sem Páll post- uli stofnaði, voru tveir þrælar. Einu sinni voru þeir að vinna úti á akri hús- bónda síns báðir saman. Annar þræll- inn var heiðinn, en hinn hafði tekið kristna trú, eins og Onesimus, sem hvarf aftur til Fílemons með bréfið inndæla, sem Páll ritaði honum. Húsbóndi þrælanna fór í fyrstu með þeim út á akurinn og sagði þeim fyrir, hvað gera skyldi. Síðan gekk hann heim, því að þar átti hann öðrum störfum að gegna. Þegar húsbóndinn var kominn úr aug- sýn, þá sagði heiðni þrællinn: »Jæja, nú er húsbóndi okkar farinn, nú skulum við hvíla okkur um stund og setjast í forsæluna undir fíkjutrénu þarna.« Þá svaraði kristni þrællinn: »Já, en húsbóndi minn er nú hérn? enn; hann lítur til mín frá himninum, þess vegna vil ég halda áfram mínu verki.« Barnið mitt kæra! Jesús er húsbóndi þinn og minn og hann er alstæðar ná- lægur. Gleymum þessu aldrei, þá verð- um við trúir þjónar bæði fyrir Guði og mönnum. ———*> <—------- Sunnudaguskólinn. Nú fer sunnudagaskólinn að byrja, senni- lega um næstu helgi. Þá hlakka öll góð börn til að fá tækifæri til að koma þar saman, til þess að læra það sem gott er og nytsamt. Þar fá þau að heyra talað um HANN, sem blessaði börnin og sagði, að þeim tilheyrði Guðs riki. Munið iill eftir suiinudagaskólanuin. KAUPID P A s s í II S A L M A N A á afgreiðslu Ljósberans, Kosta 4 k r, og 6,50. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.