Ljósberinn


Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 4
288 LJÖSBERINN 0 «••••• «••••• «•••••••• ......... ..••.. *..* _.••*....-'í «■>' * •: SÖGURNAR HENNAR MÖMMU • Undranálin. ...0" »»•' A 'tflH® ••<>•••••' Einu sinni var fallegur og góður kóngsson, sem átti að taka við stóru ríki eftir föður sinn, sem var dáinn. Og móðir hans, sem var mjög vitur og hyggin kona, hugsaði eitthvað á þessa leið: »Sonur minn er bæði drengur góður, fríður sýnum og á að taka við víðlendu konungsríki. Allar kóngsdætur munu vilja verða drotningar hans. Hvernig á ég nú að fara að því, að velja hina réttu, sem bæði er góð og göfuglynd stúlka? « Hún gekk þá á fund gamallar konu, sem var völvuættar, og spurði hana ráða. Konan tók upp hjá sér undur- fallega knipplingaslæðu, fékk drotningu hana og mælti: »Fá þú syni þínum slæðu þessa, og í hvert skifti, sem hann hittir kóngs- dóttur, sem honum fellur vel í geð, þá á hann að fá henni slæðuna. I einu horninu er hún biluð, og sú, sem getur gert við það, svo vel, að ekki sjáist annað en að það hafi altaf heilt verið, hún er hið rétta konuefni hans.« Drotning fékk nú syni sínum slæð- una, og sagði honum fyrirmæli gömlu konunnar. Lofaði hann að gera sem fyrir hann væri lagt. Kóngsson fór nú víða un lönd, og margar hitti hann kóngsdæturnar, greifadætur og dætur hinna almennu borgara,og þær voru ósköp blíðar og fríðar og góðlegar margar, en engin gat saumað saman rifuna á knipplingaslæð- unni. Nú víkur sögunni til Vesturlanda. — Þar var á þessum tímum uppi ríkiskona ein, sem átti tvær fallegar dætur, sem orð fór af um öll lönd fyrir 'fegurðar sakir og kvenkosta allra. Hún átti líka stjúpdóttur eina, er Rósella hét. Var hún fögur mær, en þess gætti lítt, því hennar hlutskifti var það, að hafa hússtörf öll á hendi, og þjóna stjúpu sinn: og stjúpsystrum til borðs og sæng- ur, og hún var bláfátæk. Hún var oft ósköp þreytt, því hún þurfti að vakna snemma á morgnana, og fékk ekki að fara að sofa fyr en öll húsverk voru búin og alt stjan við þær mæðgur. Einn fagran sumardag sat Rosella úti í lystigarðinum og var að keppast við að ljúka saumi að spánnýjum silkikjól, sem önnur systranna átti að skrýðast í. Nú stóð mikið til. Kóngsson frá fram- andi landi var kominn til landsins, og var að leita sér að konuefni. Og nú var því tjaldað, sem til var, og hver um sig þóttist viss um að hún yrði sú ham- ingjusama. Rétt í þeim svifum, er þær mæðgur voru að leggja af stað til móts við kóngs- son, kom gömul farandkona heim að húsinu, en er stjúpa Rósellu sá til ferða hennar, opnaði hún strax gluggann og kallaði út til hennar, og bað hana að hafa sig á brott, því þar ættu engar flökkukindur athvarf. Gamla konan flýtti sér í burtu, en er hinar drambsömu konur voru farnar, þá kom hún aftur heim að húsinu, og' settist við hlið Rósellu, sem sat í garð-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.