Ljósberinn


Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 289 inum og horfði á eftir hinum skraut- lega vagni, sem var að hverfa yzt við sjóndeildarhringinn. »PÚ vilt víst ekki vera svo góð, að gera við kjólgarminn minn?« mælti gamla konan ógn blíðlega. »Ég reif hann í skógarrunna hérna skammt frá.« Rósella hugsaði sig ekki lengi um. Hún tók nál og spotta og saumaði sam- an rifuna á kjólnum, svo vel, að varla sást missmíði á honum. Hún skeggræddi um alla heima og geima við gömlu konuna. og gaf henni allan kvöldmat- inn sinn áður en hún fór. Svo var hún sjálf svöng, er hún sofnaði, en glöð yfir að hafa getað glatt gömlu konuna. Þegar gamla konan hafði þakkað Rós- ellu ósköp vel fyrir allan velgerning, þá tók hún upp úr vasa sínum ofurlitla öskju, gaf henni og mælti: »Þessa öskju þiggur þú sem ofurlít- inn þakklætisvott frá mér.« Rósella opnaði öskjuna. I henni lá ákaflega fín nál og þráður með, en hann var svo smár sem köngullóargörn. Hún stakk niður hjá sér öskjunni, og hugði að hagnýta sér nálina og þráðinn, er tækifæri byðist. Á meðan þessu fór fram, voru systur hennar að dansa við hinn fríða kóngs- son, og hugfanginn varð hann af yndis- leik þeirra. Þær báðu hann heimsækja sig næsta dag, og gerði hann það, og þá var nú heldur en ekki uppi fótur og fit á heimili hinnar ríku konu, og ves- lings Rósella var þreytt daginn þann. Kom kóngsson nú með slæðuna og inti eftir, hvort önnur hvor þeirra myndi geta saumað saman rifuna, svo sem minst beri á misfellum. Frúin hrósaði dætrum sínum á hvert reipi og var ekki mikið hrædd um að þær gætu ekki gert slíkt smáræði. En einhvern veginn fór það nú svo, að eftir því sem þær spreyttu sig meira á saumaskapnum, því ver leit slæðan út, og bað kóngssonur þær hætta, því ella myndi slæðan eyðileggjast alveg. Þá stakk frúin upp á því, að máske gæti Rósella gert við slæðuna. Hún vissi nefnilega ekkert um það, að kóngs- son ætlaði að giftast þeirri stúlku, sem gæti gert við slæðuna. Hún hélt bara, að þetta væri einhver minningargripur, sem honum þætti vænt um, eða að hún ætti að verða brúðarslæða. Svo var kallað á Rósellu. Og er kóngs- leit hana — í vinnufötum sínum •— sá hann þó þegar, að hún var enn fríðari en stjúpsystur hennar. Hún tók nú upp úr öskju sinni nálina og þráðinn, sem förukonan hafði gefið henni, og fór að gera við slæðuna. En það brá svo undarlega við, að líkast var sem nálin gerði alt sjálfkrafa. Og að lítilli stundu liðinni afhenti hún kóngs- syni slæðuna, og var þá svo vel við hana gert, að ekki var hægt að sjá á henni nokkra missmíði. Þá mælti kóngsson: »Þú ert brúðarefni mitt og engin önn- ur — ef þú vilt giftast mér.« — Og svo sagði hann upp alla sögu um slæðuna. Þá sá Rósella, að gamla konan hafði engin önnur verið en valvan góða, sem fengið hafði kóngssyni slæðuna í hend- ur. Hún hafði sjálf verið að leita að stúlku, sem væri hjartagóð og vildi líkna hinum bágstöddu. Og þegar hún var orðin þess fullviss, að Rósella væri verðug þess að fá svo gott gjaforð, þá gaf hún henni öskjuna með undranál- inni í. Rósella giftist hinum fríða og góða kóngssyni, en stjúpa hennar og dæturn- ar sátu eftir með sárt ennið og nöguðu sig í handarbökin fyrir það, að hafa ekki tekið vel á móti gömlu farand- konunni. Og nú eiga börnin, sem þetta æfin- týri lesa, að finna það út, hvers vegna hún Rosella varð svona hamingjusöm.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.