Ljósberinn


Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 8
LJÖSBERINN 292 sagði móðir hennar og dró hana með ákefð að sér, en slepti henni þó óðara aftur. »Heimskulegt er þetta af mér! Vertu bara samferða hinum og Jóhann á fátækrahælinu fer með ykkur.« Jóhann þessi var vinnumaður á hæl- inu og var reglulega hraustur og dug- legur karl. Pað var orðið mjög áliðið dags og leitarmennirnir bjggu sig með skrið- ljós. Pað var engin gleðiför þetta, þótt Eðvarð gerði alt, sem hann gat, til að hughreysta þær Maju og Pyrí. Pyrí gekk við hliðina á Eðvarð nauðug og viljug og í hvert skifti, sem hún ætlaði að fara að »beygja skeifu«, eins og hann kallaði það, þá kleip hann í handlegg- inn á henni og bað hana að steinþegja og hætta öllum skælum. Hann leiddi hana á sama hátt og með sama svip og óstýrilátt tryppi ætti í hlut, sem hann ætti að teyma. Hún var heldur alls ekki ósvipuð slíkri skepnu, staðri, prjónandi óhemju. Pessi för var ærið ólík hinni síðustu, sem hún hafði farið berjadaginn! Þá hafði sólin skinið og tréin sýnst fjör- legri, já, þá var eins og hvert grasstrá kinkaði og veifaði til þeirra. Sólin skein að vísu núna, en svo alvarlega og sorg- lega, að hún fór alls ekki með þeim inn í skóginn með skini sínu; þar var svo dimt og skuggalegt og hljótt. Pað rask- aði ekkert hinum djúpa friði skógarins, og þau gengu þegjandi upp að litlu skógartjörnunum, sem vegurinn lá fram hjá og þar sem kotbóndinn hafði tekið raðberjakörfuna af vagninum. Eðvarð dró Pyrí 'með sér og hljóp yfir gjótuna til að vitja um andarhreiðrið í sefinu. Pá rak hann upp hljóð. Hann hafði að sönnu verið við því búinn, sem hann mundi hitta þar fyrir; en þegar hann tók upp byssu Gústafs, þá fölnaði hann upp, hann hafði bein- línis hrasað um hana. Þyrí sló höndum fyrir andlit sér og fór að hágráta, svo að öll hennar tár og skælur áður, urðu sem ekkert saman- borið við þennan grát. Og nú tóku þær Maja og Ebba undir með henni en Eð- varð gat ekki fundið nokkurt orð þeim til huggunar. Og hvernig átti hann líka að geta það, því óumræðileg ógn og skelling kom yfir hann sjálfan, þegar hann sá það vopn, sem ef til vill hefði svift Jóhannes lífi. »En það illdýri!« kallaði Jóhann upp og þreif byssuna úr skjálfandi höndun- um á Eðvarð. »En hvað berst strákbein- ið fyrir nú? Sko, þarna má sjá sporin hans — hann hefir troðið þarna niður burknana. Jæja, hann hefir þá hlaupið í þessa áttina og farið hratt yfir, það sé ég. Ég'.hygg að hann hafi haft það hið innra meö sér, sem rak hann áfram — vond samvizka eltir ákafar en ban- hungraður blóðhundur. — Svona, svona, góða Maja, þú mátt ekki gráta úr þér stóru augun þín. Margur getur mist fót og hönd og þó haldið lífi, alt til þess er hann er hundrað ‘ára. Maður ætti aðeins að hugsa um þann útlimanna, sem eftir er, en aldrei um þann, sem mistur er, það er eina ráðið til þess að maður gleymi því, sem mist er. ö, sá óþokkadrengurk Hann lagði byssuna við veginn, laut niður og tók Maju á handlegg sér og svo hélt hann eitthvað út í bláinn en sá nú engin deili framar til ferða Gúst- afs. Frh. Misskllningur. L æ k n i r : »Hafið þér nú fylgt ráðinu, sem ég gaf yður, að drekka vatn klukkutíma á undan hverri máltíð?« Sjúklingur: »Ég reyndi það, en mér var það ómögulegt, Þegar ég var búinn að drekka í tíu mínútur, þá var ég orðinn svo uppþemdur að ég varð að hætta.« Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.