Ljósberinn


Ljósberinn - 21.10.1933, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 21.10.1933, Blaðsíða 1
Möglun gegn Guði. (Sunnudagaskólinn 22. okt. 1933.) Texti: Mös. 13, 31.—33. og 14, 1.—9. Minnisvers: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því föður yðar hefir þóknast að gefa yður rlkið. — Lúk. 12, 32. Guð hafði á dásamlegan hátt leitt Is- raelsmenn út úr Egyptalandi. Þeir höfðu reynt hjálp Drottins og þreifað á máttarverkum hans. En þó örvæntu þeir og gleymdu jafnvel Guði, strax þegar eitthvað blés á móti. 1 dag lesum við um það, þegar Móse sendi 12 menn inn í Kanaansland, til þess að sjái hvernig þar væri umhorfs. Þegar sendimennirnir komu aftur, þá löstuðu þeir landið, — þeim hafði fall- ist hugur, er þeir sáu hinar víggirtu borgir og risavaxna fólkið, sem þar bjó. Þeir treystu ekki Guði. Aðeins tveir. Jósúa og Kabel, sögðu hið sanna frá gæðum landsins, og þeir voru ekkert hræddir við stóru mennina og víggirtu borgirnar, og þeir hvöttu Israelslýð til þess að halda áfram í Drottins nafni. Þeir treystu Guði og voru öruggir um, að hann mundi sjá. þeim borgið. En Is- raelsmenn trúðu þeim ekki og margir þeirra vildu hverfa aftur til kjötkatl- anna í Egyptalandi. Móses átti í miklu stríði með þá, því þeir vildu fará að sínum ráðum og treysta á mátt sinn og megin. Og svo hegndi Guð þeim með því, að láta þá hrekjast í eyðimörkinni í fjörutíu ár. En þeir Jósúa og Kabel, sem höfðu treyst Guði, fengu að koma inn í landið. Og Móse fékk að sjá inn í það áður en hann dó. Kæru ungu vinir. Af þessari sögu eig- um við að læra það, að Drottinn vill leiða okkur. Jesús vill halda í hönd okk- ar og hjálpa okkur í gegnum allar freist- ingar, sem okkur mæta, hann vill leiða okkur í gegnum allar þrautir og raun- ir, sem mæta okkur á lífsleiðinni, og að síðustu' vill hann gefa okkur hið fyr- irheitna land heima hjá sér á himnum. En ef við gleymum honum og ætlum að fara að treysta á okkur sjálf, þá fer illa. Við getum aldrei neitt án Guðs. Án hans villumst við og förumst í eyði- mörk þessa syndum spilta jarðlífs. »Vertu ekki hrædd, litla hjörð.« Nei, við þurfum aldrei að vera hrædd, þó öldur andstreymisins rísi hátt, því þær hjaðna brátt, fyrir einú orði Drottins. Guð gefi, að við byggjum hús okkar á því l'jargi, sem heitir JESÚS, þá erfum við að enduðu æfiskeiði vor,u hér hið fyrirheitna himneska föðurland og fá- um um alla eilífð að vera með Jesú.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.