Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 6
6 t JÖSBERÍNN er og hérna finn ég borgina á landabréf- inu. En það er víst óravegur. Hvað verð ég lengi að ganga þangað?« »Þú getur bara mælt það á landabréf- inu«, sagði Landafræðin. Það stendur mælikvarði við hliðina á því«. »En þá verð ég víst að hjálpa þér til að reikna það«, sagði Reikingsbókin. »Ég þakka þér margfaldlega, þið eruð reglulega vel að ykkur allar þrjár, svo hjálpsamar sem þið eruð við mig«, sagði maðurinn. »Ég skil ekki, hvernig ég ætti að komast af án ykkar hjálpar«. Og svo reiknaðist hanum, að hann myndi þurfa sjö tíma til að ganga til borgarinn- ar. Hann missti alveg kjarkinn, er hann hugsaði út í það og tók að barma sér yf- ir því. »Ég er svo svangur og nestispokinn tom- ur. Ég hefi ekki þrótt til að ganga svo langt«. »Flettu upp í mér!« sagði Náttúrufræð- irr. »Ég gel sagt þér frá ætum rótum og berjum og öðru þess ko.nar«. »Og ég get sýnt þér á landabréfinu mínu, h,var þú getur fundið ber, hvar þau vaxa«, sagði Landafræðin. »Ég veit líka, hvar þær ár eru og vötn, þar sem þú getur veitt fiska, og fengið þér að drekka«. »Pá ættir þú að fylla bakpokann þinn af berjum ag fara til borgarinnar og selja þau«, sagði Reikningsbókin. Ég get hjálp- að þér til að reikna út, hvað mikið þú getur grætt á þeirri sölu. Ég skal líka reikna fyrir þig hvernig þú getir sem fljót- ast komist til borgarinnar. Því að þú mátt ekki taka á þig stóra króka, þá kemst þú ekki þangað fyrr en í kvöld«. »En hvað þið eruð hjálpsamar, ó, sú býsn! En hve ég get lært mikið af ykkur öllum þremur, það er undarlegt, að út í þetta hugsaði ég ekki, þegar ég gekk í skóla. Það lá nærri að ég nenti ekki að lesa ykkur; ég vildi þá helzt að þið væruð ekki til. Nú skil ég, hvað ég hefi verið heimsk- ur. En segið þið mér: Hver er það sem kemur hlaupandi þarna með rykið fjúk- andi um eyru sér —« »Já, hver getur það verið?« sagði Landa- fræðin. »Svei mér, ef það er ekki Stafrófskver- ið«, hrópaði Náttúrufræðin upp yfír sig. »Jú, víst er það bæklingur sá«, sagði Reikningsbókin. »Þess konar aulabarna er engin leið að gæta. Það er á hælunum á okkur hvar sem við förum. og gerir ekki edns eyris gagn«. »Já, það er ég kallaði Stafrófskverið til þeirra, þegar þaö kom svo nærri, að þær gátu heyrt það. Það stcð á öndinni af mæði, svo hafði það hlaupið hart. »Það var nú aðeins' þetta, sem ég vildi hafa sagt ykk-1 ur, og Mannkynssagan er mér samdóma um, það — þess vegna kem ég hlaupandi. á eftir ykkur í einum spretti: Ég vildi einungis segja það, að þið eruð allar ósköp- in öll nytsamar; en ef ég heföi ekki verið, ef ég hefði ekki kennt mönnum að lesa, þá — já, þá væri engin leið aö því fyrir nokkurn mann að læra nokkuð af ykkur. Án mín gætuð þið alveg eins farið heim og lagt ykkur fyrir«, sagði Stafrófskverið að lokum.. »Þá getum við víst með sanni sagt, að við séum jafnnytsamar allar saman«. Þessum arðum gátu hinar engu svarað, því að það var hverju orði sannara, sem Stafi'ófskverið sagði.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.