Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 9
L JÖSBERINN 9 »Ég- var einu sinni á ferð til Pramanda í Norður-Grikklandi, nálægt landamærum Albaníu. Leið m.ín lá í gegnum þykkan skóg stóran. Eftir mjóui einstigi var að fara, og ég gekk hraðan, mig langaði til að finna einhvern góðan stað, þar sem ég gæti borðað og hvílt mig, því ég var bæði svangur og þreyttur. Er ég hafði gengið ekki all-langt bar mig að þar sem var tré eitt mikið, og hjá því vall, fram. hið tær- asta uppsprettuvatn. Auðvitað valdi ég þarna áningarstað. Eg tók úr malisekk mínum brauð og geitarmjólkurost og snæddi með beztu lyst, fékk mér síðan að drekka h,ið sval- andi lindarvatn og hresstist veh — Síðan lagði ég m.ig tii hvildar í dúnmjúkt grasið og sofnaði vært. Ekki vissi ég hvað ég' hafði lengi sofið, er ég vaknaði við það, að ég he.yrði þungt fótatak nærri mér. Ég nuddaði stýrurnar úr augunum og iitaðist um. öá ég þá að hjá mér stóð hár maður vexti, all-mikil- úðlegui'. Hann var í svörtum kufli, og hckk hnífur við belti hans, en stóran staf hafði hann í hendi. Ekki leit hann sem. frýni- legast út og eitthvað mumlaði í honum, átti það víst að þýða »góðan dag'« eða eitt- hvað siíkt. Hann fékk sér að drekka úr lindinni og settist svo hjá mér. Ég var þess fullviss, að eitthvað 'ekki gott bjó undir þessu framferði hans og ég var við öllu búinn. Eg tók bók úr jakkavasa. mínum og spurði hann, hvort ég ætti ekki að lesa eitthvað skemmtiiegt úr henni fyrir hann. Hann jánkaði því. Svo fór ég að lesa fyrir hann úr bókinni, sem var Nýjatestament- ið mitt. Ég las úr Lúkasarguðspjalli 23. kapítula. og lagði sérstaka áherzlu á 42. og 43. versin, þar sem talað er um orð ræningjans á krossinum og svar Jesú: »1 dag skaltu vera með mér í Paradís.«. Er ég' hafði lokið lestri kapítulans, leit ég til mannsins. Mikil breyting var nú oiröin, hið illúðlega var horfið úr svip hans, en það var sem sársaukakenndir drættir væru komnir í þess stað í andlit hans. Hann vék sér a.ð mér og spurði mig, hvort nokkur von myndi vera fyrir sig. Hann væri ræn- ingi, sem. mikið illt hefði aðhafst. Hvort Guð myndi vilja, vera sér náðugur. Ég benti honum enn á ný á orð Jesú til ræningjans á krossinum og sagði hon- um, að Jesú. hefði dáið fyrir syndir allra manna, líka hans. Hann dró andann létt- ara og mælti: »Mikið illt hefi ég aðhafst. Með þess- um knifi hefi ég' úthelt blóði meðbræðra minna og rænt þá. En nú skal þessu vera lokið. Þegar ég kom. hingað, hafði ég illt í huga. Ég ætlaði að ræna þig, og máske drepa. Ég befi aldrei heyrt svo undursam- leg og sityrkjandi orð, eins’tíg þú nú hefir lesið fyrir mig um, að Jesús Kristur vill frelsa alla syndara og einnig nvkj«, Hann bað mig að gefa sér Nýjatesta- menti og það gerði ég með gleði. Hann sagðist nú vera, ákveðinn í að byrja, nýtt líf, með Drottins hjálp o.g sagðist allt sitt líf myndi daglega flytja bænina: »Herra, minnstu mín, þegar þú kemur í ríki þitt«. Svo skildu þeir sem beztu. vinir, bók- salinn og ræninginn. Báðir lofuðu þeir Guð og þökkuðu honum fyrir það, að hann hafði látið fundum þeirra bera þarna saman. KÆRLEIKI JESÚ. Einu sinni var gamall maður spurður: »Góði gamli vinur, elskar þú Jesú?« Þá lék bros um gamla, hrukkótta andlitid á honum og hann tók í hönd spyrjanda og sagði: »Já, ég elska Jesúm, en ég veit annað, sem. er enn þá betra«. »PIvað er það?« spurði hinn. »Það er það, að Jesús elskar mig«, svar- aði gamli maðurinn. »Vér elskum, af því að hann elskaði oss að fyrra bragði«. (1. Jóh. 4, 19).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.