Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 11
LJÖSBERINN 11 Piltnr eda stnlka Sknldsaga eftir E. Fcnniore FYRSTI KAFLI. Margrét og Elsa stóðu inni í borðstof- unni við dyrnar, sem lágu inn í herbergi föður þeirra. Elsa stóð álút cg hleraði, eins og hún bezt gat. Hún var áköf og full af eftirvæntingu og hélt fast í höndina á Margréti. Innan úr herbergi læknisins heyrðu þær málróm bróður síns, sem tal-' aði slitrótt og hikandi, en faðir þeirra var hámæltur og reiður. Bang læknir reidd- ist sjaldan, en þegar svo vildi til varð hann líka svo reiður, að um munaði. Báð- ar systurnar voru því alvarlega skelkaðar. Eftir liðugan stundarfjórðung, sem systrunum báðum virtist eilífðin öll, var hurðinni allt í einu þeytt upp, svo að syst- urnar hrukku hvor til sinnar hliðar. Bróð- ir þeirra kom þjótandi út, æstur og þrjózkulegur á svipinn, og hurðinni var skellt hart aftur rétt á hæla honum.. »Komið þið með mér inn á mitt herbergi, þá skal ég segja ykkur nokkuð«, sagði hann í hálfum hljóðum. »Hvers vegna eigum við endilega að fara inn til þín?« spurði Margrét, er þau voru komin inn í dagstofuna. »Af því ég er settur í stofufangelsi«, sagði Stígur, þungur á svipinn, »í allan eftirmiðdag, hvernig lízt ykkur á það? Haldið þið kannske, að það sé skemmti- Iegt?« »Veslingurinn!« sagði Elsa í vorkunnar- róm. »0g þú sem áttir að leika tennis við Bergers-piltana!« sagði Margrét. »Já, einmitt. Eg var einmitt búinn að lofa Hinrik Berger að leika m.eð honum í eftirmiðdag á móti Friðriksens-bjálfun- um, sem ímynda sér, að enginn annar en þeir séu nokkurs nýtir í tennis. Þegar ég kem nú ekki, þá heldur Iíinrik, að ég sé hreinasti bullukollur, og Friðriksens-peyj- arnir halda, að ég sé smeykur við þá, — því að þeir slógu okk'ur illilega í fyrradag, en það var ekkert annað en slympilukka«. »En gætirðu ekki heldur fengið að s.itja í stofufangelsi á morgun«, greip Elsa fram í, »ef þú byðist til að sitja inni allan dag- inn?« »Bull og vitleysa, pabbi er alveg æfur. Það mætti ætla, að hann ímyndaði sér, að ég hefði skipað boltanum að brjóta gluggarúðuna hans. Bannsetta rúðuna — hver getur verið að hugsa um það, hvert boltarnir þeytast, þegar maður er orðinn ákafur í leiknum?« »Þetta er nú önnur rúðan, sem þú hefir brotið þessa viku«, sagði Margrét, »og það eru allt af rúður pabbá, sem verða fyrir því«. »Já, hvers vegna þurfa hans rúður endi- lega að snúa út að tennisvellinum? Hann gæti útbúið sér herbergi annars staðar«. »Bull!« sagði Margrét stutt í spuna, »og þú ættir að geta skilið, að þegar hann sit- ur við vinnu sína, þá er það annað en gaman að fá, hvenær s.em er, tennisbolta beint í nefið og glerbrot fjúkandi fram-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.