Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.01.1941, Blaðsíða 18
4j iiói m e rh u rfö ri n 20) J SAGA í MYNDUM eftir HENRYKSIENKIEWICZ En Mahdi-inn óskaði eftir, að orðrðmur bærisi til hvitu mannanna um miskunnsemi hans. Hann hugsaði sig um augnablik og sagði síðan: »Nei, börnunum var rænt fyrir Smain. Pau verða send honum. Pað er vilji minn«. »Verði þinn vilji!« sagði kaiífinn. Mahdi-inn benti á Idrys, Gebhr og Arabana. »Launa þú þessum mönnum, í mínu nafni, Abdulluhi, því þeir h.afa lagt á sig langt og erfitt ferðalag min vegna«. Siðan gaf hann til kynna, að samtalinu væri lokið. Pegar út kom greip Grikkinn þóttalega í öxl Stasjo og sagði: um. Pað var löng leið, því borgin var stór. Nel fór að finna til þreytu; hún var aðframkomin af sulti, erfiði og hræðslu eftir þennan viðburða- rika, en óttalega dag. Idrys og Gebhr ráku hana til að ganga hratt, þar til hún h.neig niður. Stasjo lyfti henni þá upp og bar hana, á örmum sér. »Nel, Nel, Nel«, hvislaði hann og þrýsti b.enni að sér. Þegar þau höfðu skammt farið sofnaði Nel aí þreytu, Idrys og Gebhr ræddu glaðlega saman, því þeir áttu von á ríkulegum launum frá Abduliahi. »óþokkapiltur, þú átt sök á dauða þessa sak- lausa barns. Pað er úti um okkur«. »Ég gat ekki annað gert«, svaraði Stasjo. »Gaztu ekki annað'.' Pað er bezt að þú vitir það, að þið verðið send í aðra ferð, margfa.lt verri en þá, sem þið eruð nýkomin úr. Hún dregur ykkur til dauða, skilur þú það! i Fashoda deyjið þið úr hitasótt áður en vika er liðin. Mahdi-inn veit hvers vegna hann sendir ykkur til Smains. Litla. telpan þolir ekki að ganga með hestunum einn dag. Petta er ávinn- ingur þinn. Gleðstu, kristna h,etja,!« Svo fór hann. Um nóttina veiktist Idrys, mjög og var með- vitundarlaus um morguninn. Chamis, Gebh,r og Arabarnir tveh' voru kallaðir á fund kalifans. Hann hélt þeim hjá sér I marga tima og hrósaði þeim óspart fyrir hugrekki þeirra og dugnað. En þeir fóru af fundi hans gramigr i huga. Abdullahi borgaði hverjum þeirra eitt egypzkt pund. (um 20 kr.) og einn hes,t. Arabarnir skömmuðu Gebhr og sögðust ætla með úlfaldalestinni til Fashoda, il að heimta, skaðaibætur hjá Smain. Chamis gekk í lið þeirra. Nú fór í hönd ógnarvika fyrir börnin

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.