Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 3
aöi ívV 121. árg. 1-2. Jesús kyrrir vínd og sjó. Stundum hljóp Pétur á kveldin niður í fjöru'. skömmu áður en hann fór að hátta, til þess að horfa á fiskimennina undirbúa næturveiðarnar. Fyrst settu þeir bátana niður í f jöruborð, létu svo í þá hina löngu netastranga, árarnar og stýr.'ð. Þessu næst ýttu þeir á flqt í grunnsævinu og fóru upp í bátana. — Ei.tt kveld, þegar Pétur var þarna, heyrði hann Jesúm segja við suma af vinum sínum. »Við skulum fara yfir um«. Því Jesús elskaði vatnið.. Hann kunni því vel að finna svala goluna leika um andlit sitt, cg honum leið vel, þegar báturinn sveif upp 'á bylgjufjöllin og niður í bylgjudal- ina. Hann hafði verið allan daginn með mannf jöldanum og verið að kenna og lækna þá, sem sjúkir voru. Nú ætlaði hann að hvíla sig úti á vatninu í kveldsvalanum. Fiskimennirnir urðu brátt ferðbúnir og réru fram á vatnið. Jesúsi lá í skutnum og hvíldi höfuð sitt á kodda. Hann er þreyttur og fer víst að sofa«, hugsaði Pét- ujr, þarna sem hann stóð og horfði á eftir bátnum, þangað til að hann var oirðinn eins og ilítill depill í fjarska. Svo hljóp hann heim, fór í rúmið og steinscfnaði. Skyndilega vakngði hann við mikinn háv- aða. Hann settist upp í rúminu og hlust- aði. Regnið skall á þakinu eins og hellt væri úr fötu og vindurinn hvein og öskraði. »Nú hlýtur að vera voðalegt úti á vatn- inu«, hugsaði Pétur. »Hvar skyldi Jesús vera núna?« Vindurinn hélt áfram að öskra noikkra hríð og vatnið streymdi niður. en svo — allt í einui — datt allt í dúnalogn. Og það hætti að.rigna. öveðrið var liðið hjá — og Pétur sofnaði aftur. Næsta dag heyrði hann fiskimennina á ströndinni segja frá ofviðrinu. Einn af' þeim haföi verið með Jesú í bátnum og febr.-marz 1941 R r 1 var að segja hinum söguna í ölluin smá- atriðum., »Holskeflurnar gengu yfir bátinn«, sagði fiskimaðurinn, »þangað til hann fyllti og tók að byrja að sökkva ¦— en allt af svaf Jesús. Seinast urðum við svo hræddir, að við vöktum hann. Hann stóð þá upp í bátnum og sagði: »Verði logn. — En hvers vegna eruð þið svona hrædd- ir?« En á meðan hann var að tala, hvarf okkur allur ótti. Og veðrið lægði ?— og vatnið varð spegilslétt, og okkur veitti auð- velt að komast yfir að hinni ströndinni«. »Eg vissi, að Jesús myndi ekki verða hræddur«, hugsaði Pétur, þegar hann heyrði þetta. »Jesús verður aldrei hrædd- ur«. • Og háar öldwr yfir skipið stíga, og iwn féll kwlblár sjór á bordim \ág; hann fyilti sMpidt, sm þið tók að síga og sogast niðUr' í ógnaréjú'pa gjá: Þá siglwn féil, en brast í veikum böndwm, og braka tók með gný í hverjmn st<af; þá dauðans voði virtist fyrir hb'ndum, — en vært qg blítt í skutntu\m Jesús svaf. Þá reis hann upp og hönd á hafifji lagði off hastaði' ótt á vind og báru' í senn. »0 þeg þíi, vindur, lœg þig, sjör«, hamm sagði; »hvi svo þér skelfist, trúarveiku ynenn?<a Þá brá svo við á einu augabragðti, að allt vamf kyrrt, er fyr á þönum stóð; sig hneigðu. byigjur, hávær stormwr þagði. »Ó þeg þú, v'indW, læg þiff, sjár«,, jficmw J4 fivílíkur er hann, sem enn oiss leiðir um hafrót lífs og mótiætinga dröfn, sem stillir öldur, stormwm lifsms eyðir og stýrir oss i sæia friðarhöfn! (V. Br. Biblíuljóð).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.